22.11.2017 | 15:38
Umboðslaus ráðherra
Þorgerður Katrín getur ekkert gert í brotalömum kerfisins þótt hún vildi. Ekki vegna þess að hún sé starfsráðherra heldur vegna þess að ráðuneytinu er stjórnað af hagsmunaasðilum innan stórútgerðarinnar. Það eru snillingar eins og Kristján Vilhelmsson og Binni Í Vinnslustöðinni sem öllu ráða.
Til að breyta hér til frambúðar þarf að kjósa óspillta stjórnmálaflokka til forystu. Og ekki bara óspillta heldur fólk sem hefur þekkingu á kerfunum og vilja til að breyta þeim okkur öllum til hagsbóta. Henda hagsmunaöflum og lobbyistum út úr stjórnkerfunum og taka til í eftirlitsiðnaðinum sem er hér gagngert til að setja gæðastimpla á subbuskapinn sem fylgt hefur einkavinavæðingu fjórflokksins.
Fæ líka pósta með ábendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.