28.11.2017 | 13:02
Er Ari Matthíasson trúverðugur?
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri mætti í Kastljósþátt gærkvöldsins til að ræða kynferðislega áreitni og ofbeldi innan leikhússins. Greinilegt var á líkamstjáningu hans að honum leið ekki vel. Og svörin bentu ekki til þess að hann skildi hvers vegna verið væri yfirleitt, að draga þessi mál fram í kastljós fjölmiðla. Aðspurður sagði hann að inn á hans borð hefðu ratað 3 mál. Og hann hefði beitt þöggunaraðferðinni við úrlausn þeirra. Þegar menn eins og Ari tala um virðingu við aðila þá meina þeir virðingu við geranda. Upplifun þolanda skiptir ekki máli og er óþægileg í karlaheimi Ara Matt og vina hans sem senda hverjir öðrum fræga tölvupósta, þar sem þeir tala niðrandi um konu í valdastöðu. Embætti þjóðleikhússtjóra verður að sýna meiri virðingu en gert var með ráðningu Ara Matthíassonar. Eða hvers vegna hafa leikarar snúið bakinu við þessum vinnustað á síðustu árum?
Missti þolinmæðina og nauðgaði mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.