Hnignun siðmenningar.

Á sama hátt og loftslagsbreytingar ógna siðmenningunni á heimsvísu þá ógnar Samfylkingin siðmenningunni í borg óttans. Þegar maður hélt að ekki væri hægt að leggjast lægra í þjónkun við verktaka og lóðabraskara þá leyfa menn rask á fyrrum helgum reit. Því hvað svo sem menn segja um forna afhelgun þessa parts af miðborginni þá er um fornan greftrunarstað að ræða, sem aldrei stóð til að yrði grafinn upp seinna meir til að þjóna þar Mammoni. Að gera garðinn að lystigarði var ekki afhelgun í sjálfu sér. En skaðinn er skeður. það er búið að moka beinum í uppfyllingar hjá borginni og þótt hægt hafi verið að kaupa sérfræðiálit fornleifafræðingsins sem haft hefur það hlutverk eitt að gefa verkefninu siðferðisvottorð, þá verður engin grafarró á þessum stað framar. Ég trúi á Karma kenninguna og að mönnum hefnist fyrir misgjörðir sínar í þessu lífi. Kannski að Dagur B. geti vitnað um það í næsta fjölmiðlaviðtali þegar hann segir okkur hvað hann og Samfylkingin séu æðisleg!


mbl.is Friðun á borði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband