Útgerðin vill borga veiðigjöld

Eigendur stórútgerðanna stjórna Íslandi í gegnum stjórnmálaflokkana, í gegnum stjórnsýsluna og í gegnum dómstólana. Stórútgerðin er ánægð með kvótasetninguna, kvótaúthlutunina, og fiskveiðiráðgjöfina. Eigendur stórútgerðarinnar eru sérstaklega ánægðir með sjávarútvegsráðherrann sinn og formann atvinnuveganenfdar. Stórútgerðin væri í hátíðarskapi alla daga ef ekki væri fyrir afskipti seðlabankans af gjaldeyristilfærslum á haftatímabilinu. 

Já stórútgerðin malar líka gull fyrir eigendur sína sem aldrei fyrr. Þar munar miklu að hafa starfsfólk sem er til friðs. Starfsfólk sem ekki getur kvartað til stéttarfélaga útaf fiskverðum. Því stórútgerðin ræður sjálf fiskverðunum.  Og það er einmitt stærsta hagsmunamálið.  Fiskverðið sem ætti að vera stofn til útreiknings veiðigjalda er í dag alltof lágt því aðeins hluti aflans er seldur á markaði. Stærstur hlutinn er seldur í innbyrðisviðskiptum skyldra, tengdra og sömu aðila. Enda Verðlagsstofa Skiptaverðs bara brandari.

Auðlindarentan og veiðigjöldin eru útgerðunum hagfelld. Þessir smáaurar sem þau hafa borgað dugar rétt fyrir kostnaði ríkisisins við kerfið sjálft.  Hafrannsóknir sitja algerlega á hakanum nema þegar þarf að leita að loðnu! En hvað getum við sagt?  Útgerðin ræður og svona á þetta að vera segir Þorsteinn Már og Binni í Vinnslustöðinni. Og í eina skiptið sem vesæll ráðherra reyndi að gera breytingar á fiskveiðistjórnuninni og kvótaúthlutuninni þá segir nú Hæstaréttur að það hafi ráðherra ekki mátt. Ráðherrann ræður sem sagt bara ef hann situr í boði Samherja!  Eins og Kristján Þór Júlíusson gerir. 


mbl.is Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband