11.12.2018 | 22:15
Tökum Gunnar Braga á þetta, segir Kata
Á Íslandi ríkir andúð á hælisleitendum sem þurfa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þessi andúð fer vaxandi með aukningu fjárútláta. Sykurhúðaðar yfirlýsingar breyta engu. Þegar farið er í aðgerðir endar það alltaf með því að útlendingum er fórnað. Gildir þá einu hvert tilefnið er. Munum eftir hávaðanum sem varð útaf vinnumansalsumfjöllun Kveiks. Hverju skilaði hún? Jú, einum útlendingi var vísað útaf vinnustað vegna þess að hann hafði ekki íslenzka kennitölu! Svona virka gerðirnar algerlega úr takti við orðin og fagurgalann í forsætis og velferðarráðuneytinu. Útlendingarnir eru farnir að sjá í gegnum hræsnina og við erum einskis virði í augum umheimsins. Svipað og smokkurinn hans Friðriks Ómars í augum Gunnars Braga, sendiherraefnis Guðlaugs Þórs, þar til Klaustursuppnámið batt endir á þann blauta draum bensíntittsins úr Skagafirði.
Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórninni þótti ekki ástæða til að ræða fyrirhugaða fundarsetu né undirritun samþykktar SÞ og ekki þótti stjórnarandstöðunni tilefni til að kalla eftir umræðum um málið á þingi. Hver skyldi ástæða þess vera??????
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2018 kl. 10:22
Stjórnarandstaðan er löskuð og 12. ráðherrann, Steingrímur J, notfærir sér það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2018 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.