13.12.2018 | 16:51
Hótar að verða ókurteis!
Hver stórfréttin rekur aðra af þingmönnum Miðflokksins þessar vikurnar. Sú nýjasta er yfirlýsing Þorsteins Sæmundssonar um hann hafi verið kurteis en ætli nú að hætta því. Þegar Bergþór og Gunnar Bragi heyrðu þetta urðu þeir glaðir við og buðu Þorstein velkominn í hópinn. Hvað aðrir þingmenn hafa um þessa yfirlýsingu Þorsteins að segja er ekki vitað nema að Helga Vala hyggst taka málið upp í Stjórnskipunar og Eftirlitsnefnd, enda málið grafalvarlegt fyrir virðingu Alþingis útávið.
Hef verið kurteis hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þýðir ekkert fyrir þingmenn að vera kurteisir á þingi. Því að þá kemst ekkert í gegn. Alþingi er alltaf eins og lamað og sem engu kemur í verk, því að þingmenn eru eins og beinlausir kjúklingar þegar kemur að stóru málunum. Ég er viss um að virðing fyrir Alþingi myndi hækka (frá núlli) ef þingmenn væru færir um að rífast heiftarlega um mikilvæg málefni í staðinn fyrir að vera alltaf ofsalega kurteisir og nærgætnir við hæstvirta andstæðinga sína. Eins og fólk almennt úti í þjóðfélaginu sem segir það sem því finnst án þess að vera með óþarfa diplómatíu.
Eins og er þá eru einu þingmennirnir sem rífast femínistarnir sem velta sér upp úr tittlingaskít eins og endranær. Ég man ekki eftir neinum kjarnyrtum þingmanni síðan á sjötta áratugnum þegar Hannibal var og hét. Það er alveg gefið mál að það á ekki að taka á ráðherrum með silkihönzkum hver sem er í stjórn. Þeir eiga skilið að finna til tevatnsins þegar þeir þurfa að fela spillinguna og fara undan í flæmingi.
Alþingi ætti að taka House of Commons sér til fyrirmyndar, þar sem mjög líflegar umræður fara alltaf fram. Allt annað en dauðyflin í grafhýsinu við Austurvöll.
Aztec, 13.12.2018 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.