Reiði kallinn

Ekki man ég hver fyrstur talaði um "reiða kallinn" sem ákveðna manngerð eða karakter. Má vera að það hafi verið Jón Gnarr sjálfur eða Sigurjón félagi hans. Alla vega þá er Georg Bjarnfreðarson ímynd reiða kallsins í túlkun Jóns Gnarrs. Og þessi karakter er hrein snilld. 

En svo er farið að nota þennan karakter í mörgum ólíkum hlutverkum hjá íslensku kvikmyndagerðafólki þá verður hann fljótt ógeðfelldur og fráhrindandi. En þetta er einmitt aðalgallinn á þessu ömurlega sjónvarpsefni, Flateyjargátunni. Þar virðast flestir reiðir og maður skilur ekkert hvers vegna?

En hvers vegna kýs Jón Gnarr að eyðileggja karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ómerkilegu auglýsingaharki? Af hverju ekki að gera skemmtiþætti í stað áróðurs? Það sem þessi þjóð þarf er gott grín. Ekki spilling og skandalar. Þegar grínistar eru hættir að vera skemmtilegir og farnir að vera rætnir er geðheilsu landsmanna hætta búin.  Sérstaklega í skammdeginu.


mbl.is „Ódýrasta herferð“ VR frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband