Einföld lausn á flóknu vandamáli

Landspítalinn er orðinn of stór eining. Núverandi stjórn spítalans ræður ekki við það verkefni að reka hann. En lausnin er einföld.  Það á að láta sameiningu Borgarsjúkrahúss og Landspítala ganga til baka hið fyrsta. Einnig þarf að hætta þessum hernaði gegn heilsuþjónustunni á landsbyggðinni.  Hver landshluti þarf á öflugum meðferðarkjarna að halda og þar er Reykjavík ekki undanskilin. Mönnunarvandi landspítalans, er að hluta vegna lélegrar stjórnunar á þessu alltof stóra batteríi. Þessi eilífa hagræðing bitnar svo á sjúklingunum og hjúkrunarfólkinu sem eiga að halda öllu gangandi út yfir gröf og dauða. Í bókstaflegri merkingu. Meðan yfirstjórnin hefur fjarlægt sig frá stofnuninni bæði stjórnunarlega og með því að flytja skrifstofur frá stríðshrjáða byggingarsvæði sjúkrahússins. Gámarnir voru greinilega ekki nógu hljóðeinangraðir!

Reisum nýtt borgarsjúkrahús á bezta stað og bætum þjónustuna. Hættum að reka dauðadeild inni á landspítalanum. Dauðadeild þar sem engin umönnun er veitt nema endalaust morfín í æð. Sérhæft hjúkrunarfólk á ekki að láta bjóða sér upp á þessa óstjórn lengur.

Og hvers lags rugl var að flytja hjartagáttina á neyðarmóttökuna?

Á neyðarmóttöku á að veita bráðaþjónustu fyrir venjulegt veikt fólk. Fyllibyttur og ofstopafólk með sjálfsáverka, á ekki að þjónusta þar. Svoleiðis lýð á bara að láta fá nál og tvinna og láta þá sauma sig saman sjálfa.

Það er illa komið fyrir heilbrigðiskerfinu vegna þess að eitt sjúkrahús dugar einfaldlega ekki í 204 þúsund ferkílómetra landi þar sem íbúar eru orðnir 350 þúsund og ferðamenn nálgast 100 þúsund í hverjum mánuði!

Vake up people!

 


mbl.is Langt út fyrir eðlileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband