Hafró í vondum málum.

Ísland gæti verið í fremstu röð varðandi hafrannsóknir og fiskifræði ef Alþingi ylli sínu hlutverki. En því miður þá ráða skammtímahagsmunir kvótagreifanna öllum athöfnum leiguhjúa þeirra. Og þegar lobbý-isminn nær alla leið inn á skrifstofu ráðherra þá er ekki hægt að tala um ríkisstjórn Alþingis, heldur ríkisstjórn sérhagsmuna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Thoroddsen er þannig stjórn.

Kristján Þór Júlíussonar hefur kastað grímunni og sett upp Samherjahúfuna aftur. Eftir að hafa lækkað veiðigjöldin og afnumið reglugerðir og lög varðandi fiskeldi þá er spjótinu nú beint gegn Hafrannsóknarstofnun og þeim gert að hagræða í rekstri sem nemur kostnaði vegna eftirlits og ráðgjafar til stjórnvalda vegna fiskeldisins.  Þetta er engin tilviljun. Hafró hefur óhlýðnast.  Þeir vilja ekki leyfa Samherja að ofbeita firðina fyrir austan.  Fyrir þetta er refsað með skerðingu á fjárlögum.  Alveg sama aðferðin og Bjarni Benediktsson notaði gagnvart Ríkisskattstjóra/Skattrannsókarstjóra og Sérstaka saksóknaranum, til að draga tennurnar úr þeirra eftirliti. Eingöngu til að gefa vinum sínum og ættingjum ráðrúm til að fela fé sitt betur og þurrka út slóðir fjármagnsflutninganna.

Það er ekki nema von að forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar segist vera í vondum málum! 

En...þetta þarf ekki að vera svona.  Hafrannsóknarstofnunin þarf að öðlast algert sjálfstæði frá spilltum hagsmunaöflum, hvort sem er á þingi, eða í Valhöll. Og það gerist ekki meðan hún er háð fjárveitingavaldi Alþingis (lesist ráðherrans). Þess vegna þarf að gera henni kleyft að reka sig sjálfa. Og það getur hún svo sannarlega gert með eigin veiðum.  Fiskirannsóknir á ekki að stunda með því að búa til tölfræðilíkön og aflareglur. Fiskifræðingar eiga að öðlast meiri þekkingu í gegnum rannsóknir á lífríkinu.  Með því að veiða og kryfja. Því meira sem veitt yrði þeim mun betra. Í stað þess að láta skipin liggja í landi svo mánuðum skiptir þá á að láta útgerð Hafró standa straum af rannsóknunum.

Hafró á ekki að vera í vondum málum.  Kristján Þór á að vera í vondum málum fyrir að þjóna einkahagsmunum á kostnað almannahagsmuna í hverju málinu á fætur öðru. Siðaður forsætisráðherra væri búinn að reka svona ráðherra fyrir löngu en því miður þá gengur sjálfsvirðingin kaupum og sölum hjá Vinstri grænum þessi misserin.  Þaðan er engrar siðvæðingar að vænta fyrir meðvirka þjóð!


mbl.is Hafró þarf að hagræða um 234 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband