Vandræðalegt fyrir Kristján Þór.

Nú þegar málefni Hafró hafa náð athygli fjölmiðla um stund þá virðast hefndaraðgerðir ráðherrans gagnvart einni mikilvægustu undirstofnun sinni ætla að springa framan í hann sjálfan. Eftir stendur ringlaður og ráðlaus sendill sem er í raun umboðslaus í eigin ráðuneyti sem er fjarstýrt af Samherjaforstjóranum Þorstein Má.  Þegar ráðherra þarf sjálfur að ómaka sig á fund undirmanns síns þá er staða hans virkilega veik. En þetta verður Kristján að sætta sig við því hann er bara sendill.  Næst ættu fjölmiðlamenn að vakta innganginn við Katrínartún 2 og krefja ráðherrann svara hversu langt eigi að ganga erinda fiskeldismanna. Ef Þorsteinn Már er ekki í því meira ójafnvægi eftir að vilji hans um brottrekstur seðlabankastjóra náði ekki fram að ganga, þá ætti hann að bakka í þessu máli með Hafró og leyfa öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar að leysa það mál.  Bjarni Ben er til dæmis farinn að tjá sig og það eru greinilega skilaboð til Þorsteins Más um að hægja á sér í frekjulátunum.

Hvort afskipti Bjarna séu merki um að Kristján Þór muni senn víkja úr ráðuneytinu, skal ekki fullyrt en ráðherra sem þarf sjálfur að biðja um fund hjá forstjóra Hafró og spyrja hann hvernig best sé að leysa vandamál sem ráðherrann bjó sjálfur til, á sér enga pólitíska framtíð.

Þegar ljóst var að tekjustofn Hafrannsóknarstofnunar dygði ekki til, átti aldrei að grípa til skerðinga.  Frumskylda ráðherrans, var að tryggja eðlilega fjármögnun og fyrst hún mátti ekki koma af fjárlögum í formi aukinna ríkisútgjalda, þá var einfaldlega hægt að úthluta Hafró aflamarki. Með því væri stofnunin sjálfbær.  Hún gæti nýtt þetta aflamark hvort heldur til eigin rannsókna eða leigt út til útgerða sem myndu veiða aflann samkvæmt fyrirmælum fiskifræðinga. Myndi þetta ekki kallast snjalllausn?money-mouth


mbl.is Kristján fundar með forstjóra Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband