15.1.2019 | 03:36
Fórnarlambsvæðingin
Það er ekki að spyrja að Íslendingum. Eitt vanhugsað orð og vælubíllinn spólar af stað. En yfir hverju er verið að væla? Skammast fólk sín virkilega fyrir að eiga börn með Downs heilkenni? Við vitum að þeir sem láta eyða fóstrum með þennan genagalla skammast sín en hinir eiga að vera stoltir. Einstaklingur með Downs er með sín persónueinkenni eins og allir aðrir og það er persónuleikinn sem ræður en ekki einhver greindarvísitala.
Ég ólst upp með móðurbróður sem var ekki bara korter í Downs, hann var rúmlega Downs. Og þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur þeirri reynslu. Björn Líndal frændi minn, Bassi, var sérstakur maður , mjög trúaður og gat tekið reiðiköst ef honum líkaði ekki eitthvað í útvarpinu sínu sem hann hafði á sér alla daga. Öðrum stundum var hann blíður sem lamb. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Bassi messaði yfir kúnum úti í fjósi , klæddur skrautlegu rúmteppi sem prestskikkju , haldandi á útvarpinu sínu undir hökunni og tónandi í takt við prestinn í útvarpinu. Ég minnist þess líka, að séra Bjarni Jónsson víxlubiskup, var í sérstöku uppáhaldi hjá honum en sveitapresturinn sem þá var séra Jón Bjarman, átti ekki uppá pallborðið. Gekk það svo langt, að Bassi tók til sinna eigin ráða einn sunnudag, þegar messað var í Svalbarðskirkju. Án þess að við vissum, læddist hann niður í kirkju með hvellhettubyssuna sína og "skaut" prestinn í miðri guðsþjónustu. Auðvitað varð engum meint af en Bassi var bannfærður í kjölfarið og passað að hann gerði þetta ekki aftur. Seinna átti hann eftir að heimsækja mig vestur til Ísafjarðar þar sem ég fór með honum í kirkju hjá presti sem hann kunni vel að meta.
Svo mín ráðlegging til forráðamanna þroskaheftra er að láta umræðuna ekki setja sig úr jafnvægi. Þið eruð ekki fórnarlömb. Þið eruð sigurvegarar lítilmennskunnar. Þið þorðuð á meðan aðrir völdu auðveldari leiðir. Ef einhverjir eru með fordóma gagnvart fólki með downs , þá stafar það af þekkingarleysi og hver er þá meiri heimskinginn? Ég myndi til dæmis aldrei kalla Sigurjón Kjartansson þroskaheftan af virðingu fyrir þroskaheftum.
Biðst afsökunar á orðfæri í Ófærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:54 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg skrif og ég er sammála þér, svo sjaldan sem það gerist. Það sem ætti að valda fólki andnauð af hneikslan er handrit Ófærðar, sem er það botlausasta rugl sem ég hef séð í íslenskri kvikmyndagerð og samkeppnin er ekki lítil þar, trúðu mér.
Aðfleiðing þess er líka afspyrnu lélegur leikur af því að leikarar eru alveg lost og ná engu sambandi við neitt. Meira að segja meistarar eins og Ólafur Darri og Ingvar Sig. Eru eins og illa gerðir hlutir og jafnvel skelfingu lostnir yfir að vera þarna. Að allri uppbyggingu er þetta eins og útvarpsleikrit í þokkabót með endalausum munnlegum skýringum á framvindu og fólki sem hrópar "Hvað er í gangi?" Í hvert sinn sem það kemur á stað sem eitthvað er í gangi og er augljóst öllum hvað er í gangi.
Best þykir mer þessi samtök hægriöfgasinnaðra bænda í Fljótunumsem dásama Hitler, eru svo eitilharðir umhverfissinnar að þeir eru tilbúnir að drepa fyrir það. Hægriöfgasinnað hatur á stóriðju og erlendri fjáfestingu er ekki minni, svo þessi hugsjón bændanna spannar eiginlega allt pólitíska litrófið.
Allt er þetta vegna ótta við manngerða jarðskjálfta og eiturgas úr jörðu í framkvæmdum, sem greinilega eru búnar og einkennilegt að verið sé að semja um þær eftirá.
Bíð eftir krunurökuðum Andra Snæ akandi á fjárflutningabíl merktum "Ísland fyrir Íslendinga." Og ræna bæarstjóra Siglufjarðar til að stöðva uppbyggingu amerísks álvers. Álvers sem nýtir orku úr þegar byggðri virkjun. Virkjun sem hugsanleg velsur jarðskjálftum,eiturgasi og fjárfelli í Fljótunum.
Stórfenglega rannsóknarvinnu lögreglumannanna verður þó að róma. Þeir voru ekki lengi að því að finna út að talan 88 á heimasíðu landbúnaðarnýnasistanna er ekki vísun í textasíðu textavarpsins heldur er 8. stafur stafrófsins "H" og þar af leiðandi vísun í Heil Hitler!, eðlilega. Þetta hefur þó ekkert með framvinduna að gera en setur lögreglumenninna á stall með hr. Langdon í Da Vincy lyklinum.
Það er annars óvinnandi vegur að lýsa efninu frekar eða fá botn í það.
Allt ber þetta merki þess að búið var að fjármagna og selja afurðina áður en handritið var skrifað. Það var því formsatriði að hrófla einhverju upp.
Það er allavega klárt að ekkert verður af Ófærð 3 eftir að kvikmyndasjóðir og fjarfestar hafa verið teknir svo kyrfilega í jakkalafið.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 06:19
Ergo: Ófærð 2 er kortér yfir Dow, ef einhver mælikvarði á við. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 06:27
Ég er annars ekki talsmaður þess að fólk noti fötlun til að gera lítið úr heilbrigðu fólki. Að kalla Sigurjón beint eða óbeint þroskaheftann er fjarri því málefnalegt né sanngjarnt.
Sigurjón er hinn besti drengur, greindur og háttvís. Þegar hann akrifar þessa umdeildu setningu er hann eins og önnur skáld að leggja orð í munn persónu, sem lýsir hug hennar og eðli, en ekki hans sjálfs. Að því sögðu þá er viðbrögðin við þessari setningu algerlega úr takti við alla skynsemi og greinilega hugsuð til sjálfshelgunnar þeim sem tjáðu sig um hana í heilagri hneikslan.
Varðandi hugverk Sigurjóns hér hef ég tjáð minn hug. Það gerir Sigurjón sjálfan ekki að verri manneskju.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 07:44
Er það ekki óþarfi að ætla "íslendingum" þetta brjálæðiskast frá svo MJÖG litlum hópi sem náði að fanga athygli fjölmiðla sem hafa ekkert betra en að frétta um það þegar einhver móðgast yfir engu?
Halldór (IP-tala skráð) 15.1.2019 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.