20.2.2019 | 22:22
Fyrirlitlegar árásir á embættismann.
Þorsteinn Már er fyrirlitlegur maður, sem beitir ómældum auð sínum í persónulegum hefndarleiðangri gegn Seðlabankastjóra Íslands. Hann er búinn að klaga í forsætis og reyndi að fá hana til að reka seðlabankastjórann, sem er fáheyrð ósvífni jafnvel á íslenzkan mælikvarða og nú er hann búinn að ráða her lögfræðinga til að ráðast að mannorði Seðlabankastjórans með lagatækniþvælu sem er engu lík. Því Þorsteinn eins og aðrir hvítflibba-glæpamenn, túlkar það sem sýknu þegar sakamál eru látin niður falla vegna tæknilegra atriða. Allir sem nenna að kynna sér mál Seðlabankans gegn Samherja ættu að vita að málið féll á formgalla en ekki vegna þess að nægar sakir hefðu ekki verið til að halda því til streitu og gera það að prófmáli til að lögsækja alla hina skíthælana sem fundu glufurnar í gjaldeyrishaftareglugerðinni til að hagnast prívat og persónulega meðan almenningur var látinn herða sultarólarnar og gráta út smáupphæðir í gjaldeyri vegna brýnna ástæðna.
En Þorsteinn Már er ekki einn af okkur. Þorsteinn Már er auðróni af verstu gerð. Honum hefur verið leyft að vaxa ríkisvaldinu yfir höfuð og nú þykist hann geta sagt stjórnvöldum fyrir verkum. Svona menn verður að stoppa. Því aðrir standa á hliðarlínunni. Binni í Vinnslustöðinni er alveg sami frekjuhundurinn og við eigum ekkert að gefa þessum mönnum dagskrárvaldið í okkar samfélagi. Það er víst nóg að þeir fái ókeypis kvóta. Ég er löngu búinn að fá upp í kok af fólki sem heimtar allt en gefur ekkert. Fólki sem er ekkert nema ótýndir hvítflibba-glæpamenn þegar grannt er skoðað. Og notar svo illa fenginn auð til að pönkast á þeim fáu sem voga sér að standa uppi í hárinu á þeim.
Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
Þetta breytir samt ekki þeirri fyrirliggjandi staðreynd að lagaheimild var ekki fyrir þeim ákvörðunum seðlabankans sem um ræðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2019 kl. 23:00
Það vantaði að staðfesta reglugerð. það var nú allt og sumt. En vilji löggjafans stóð til að koma í veg fyrir svona glufur í haftalögunum. Það er klárt og á því byggði náttúrulega Seðlabankinn rannsókn sína og málatilbúnað. Ég er nú með þá kenningu að vegna haldlagningar bókhaldsgagna, sem kom Samherjamönnum í opna skjöldu, þá sé vitneskja til staðar innan Seðlabankans um fleiri lögbrot sem Seðlabankinn getur ekki sent til saksóknara út af lagatækni. Þess vegna er ráðist á yfirstjórnina og lögfræðinga bankans til að gera þá ótrúverðuga. Sem sagt þetta eru krísuviðbrögð hjá Þorsteini Má og Kristjáni Vilhelmssyni, hinum eiganda samherja. Það er athyglisvert að Samherjamenn tefla ekki fram sínum eigin lögfræðingi heldur einni af stórkanónum sakamálalögfræðinga landsins. Minnir óneitanlega á Jón Ásgeir og Baugsmálin.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2019 kl. 23:39
Vörnin hjá Samherjamönnum er eins og hjá manni sem fer inní ólæst hús og stelur þar fémæti en er gómaður og ákærður fyrir innbrot. þessi maður fær Svein Andra til að verja sig og borgar honum 50 þúsund á tímann sem er taxti svona lögfræðinga djöfulsins. Sveinn Andri kann náttúrulega sína lögfræði og fær þjófinn sýknaðan vegna þess að það var ákært fyrir innbrot en þjófurinn gat sannað að húsið var ólæst. Svona ganga mál fyrir sig í dómskerfinu og svo eru menn hissa á að það sé almenn óánægja með íslenzk stjórnvöld og þeim lítt treyst.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2019 kl. 23:56
Óstaðfest reglugerð er ekki gild refsiheimild. Þú myndir væntanlega ekki vilja sæta refsingu ef fyrir því væri ekki gild heimild að lögum.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2019 kl. 23:58
Guðmundur af hverju heldurðu áfram að snúa út úr? Samherjamenn sluppu á tæknigalla. Það er viðurkennt. En þegar þeir halda svo áfram að valta yfir menn og annan og gefa fyrirskipanir um brottrekstur Seðlabankastjóra þá tek ég eðlilega til varna fyrir lýðræðið í landinu. Og bendi jafnframt á að niðurfelling máls eða frávísun jafngildi ekki sýknu. það er það sem ég er að fjalla um.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2019 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.