Þorsteinn Sæmundsson í hóp Klausturþingmanna

Samheitið Klausturþingmaður merkir einfaldlega ruddi, karlremba, fyllibytta og dóni. Klausturþingmaður getur verið eitt af þessu eða allt. Þingmaður sem lendir í hóp Klausturþingmanna hefur brotið siðareglur þingsins og á ekki skilið að vera þar inni. Sá einn á virðingu skilið sem aldrei þarf að biðjast afsökunar. Það er nefnilega enginn sérstakur manndómur fólginn í því að biðjast afsökunar eins og margir virðast halda.  Og síst af öllu opinberlega. Mannrækt felst í samtalinu sem þú átt við sjálfan þig í einrúmi. En menn þurfa þá að viðurkenna breyskleikann.

Höldum listanum yfir Klausturþingmenn til haga og höfum með okkur í kjörklefann næst. Ekkert annað en stórfelldar útstrikanir duga gegn siðferðishnignun stjórnmálanna.

Þingmenn þurfa ekki frí til að sinna kjördæmum sínum.  Og sýndarmennskan í sambandi við #me-too er yfirgengileg og minnir á söguna um tollheimtumennina og Faríseana. Þingmenn þurfa að fara á námskeið í háttvísi svo við almenningur fáum frið fyrir þessu slítandi áreiti, við að fylgjast með hneykslismálum stjórnmálamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband