Nú skulu menn rétta úr sér í leðurstólunum

Kjarabarátta hefur ekki verið stunduð á Íslandi síðan fyrir daga Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ.  Nú er komin ný kynslóð venjulegs launafólks til forystu í öllum stærstu félögunum og helztu samböndum og nú munum við sjá sverfa til stáls milli launaþræla og svo hinna sem verma leðurhægindastólana án nokkurs raunverulegs framlags til verðmætasköpunar í samfélaginu.

Því menn skulu hafa það alveg á hreinu hverjir skapa þá velmegun sem yfirstéttin fleytir hér rjómann ofan af. Það eru sjómenn verkamenn og bændur sem standa undir þjóðartekjunum.  Það er ekki fólkið sem strunsar um með skjalatöskurnar og sem aldrei er hægt að ná í því það er aldrei í vinnunni.  

Kjarabaráttunni núna má líkja við baráttu Nelson Mandela fyrir réttindum blökkumanna. Því íslenskt verkafólk hefur látið hlekkja sig í vinnuþrælkun og ekkert annað til að lifa af í sýndarheimi fína fólksins. Hverjum datt í hug að það væri sjálfsagt mál að hér skuli hin raunverulega vinnuvika vera 70 klst?  Og í allt of mörgum tilfellum er vinnuvikan miklu lengri.  Þetta er ekkert nema vinnuþrælkun og hún tekur tolla af velferðarkerfinu meðan eigendur fyrirtækjanna raka saman skammtímagróða.

Kjarabaráttan núna er ekki róttæk, hún er réttlát.  Það er einfaldlega farið fram á að menn sem sinna frumframleiðslu og þjónustu geti lifað af dagvinnulaunum.  Og þá er ekki verið að tala um óhófslifnað.  Bara helstu nauðþurftir sem yfirstéttin er löngu búin að telja svo sjálfsagða að þau leiða ekki lengur hugann að því að til sé fólk sem ekki hefur efni á mannsæmandi lífi.

Að umhverfið skuli vera svona á Íslandi er ekki launaþrælum ASÍ að kenna. Þetta er fyrst og fremst pólitískar ákvarðanir um skiptingu gæða.  Pólitískar ákvarðanir sem Samtök Atvinnulífsins og fjármálaelítan hefur náð fram gegnum ítök sín, klíkuskap og peningavald.

Svo það liggur væntanlega alveg ljóst fyrir að stjórnvöld og þar með hinir pólitísku fulltrúar verða að koma að deilunni og rétta af launamisræmið, eignamisræmið og frítíma og menntunarmisræmið.

Það eru einfaldlega mannréttindi að geta lifað af launum fyrir hóflegan vinnutíma


mbl.is Verkakonur í verkfall 8. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband