23.2.2019 | 15:52
Væl í Jóhannesi útskýrara
Ferðaþjónustan er sennilega sú grein sem mest svíkur undan skatti og sem mest níðist á sínu skammtímavinnuafli fyrir utan verktakabransann. Ferðaþjónustan með sínar bókanir á netinu og tekjur í gjaldeyri, sem ekki þarf að standa skil á, er verðugt skotmark verkalýðs í baráttu fyrir sanngjörnum launum. Ferðaþjónustan sem er eins og æxli á þjóðarlíkamanum. Notar innviðina og hórast á náttúrunni án þess að greiða fyrir afnotin, henni er ekki vorkunn að segja sig úr SA og ganga að kröfum Eflingar helst í gær. Þetta væl í Jóhannesi útskýrara er bara væl, Kjaftæði án innistæðu. Það geta allir sagt að dregið hafi úr bókunum án þess að þurfa að standa við það.
Fyrst birt sem innlegg við færslu leigupenna auðrónanna, Páls Vilhjálmssonar
Sem mest tjón á sem skemmstum tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.