26.2.2019 | 00:45
Ragnar Þór beitir afli sem virkar.
Þegar Almenna Leigufélagið ætlaði að níðast á skjólstæðingum sínum gerði Ragnar Þór Ingólfsson það eina sem virkar gegn fjármagnseigendum. Hann tók upp símtólið, hringdi í Ármann Þorvaldsson, forstjóra Kviku hrægammasjóða og setti honum afarkosti. Annað hvort sérð þú til þess að þessi hækkun á leigu verði dregin til baka eða ég tek 4 milljarða úr fjárstýringu hjá ykkur. Hrægammastjórinn fékk 3 daga til að hugsa málið og það dugði. Almenna Leigufélagið lofaði að haga sér og Kvikuforstjórinn slapp við þetta run á bankann sem í hótun Ragnars fólst. Sennilega hefði Kvika ekki getað borgað út þessa 4 milljarða og það hefði þýtt að bankinn hefði verið tæknilega ógjaldfær og það hefði þýtt afskipti FME og ófyrirsjáanleg vandræði fyrir hluthafa þessa hrægammafyrirtækis.
Og hvað kennir þessi saga okkur? Hún kennir okkur að það er ekki lögmál að leigufélög hagi sér eins og blóðsugur í launaumslögum skjólstæðinga sinna. Það er hægt að stoppa þetta viðbjóðslega leiguokur sem stjórnvöld hafa leyft að grassera. Það er hægt að setja leiguþak. Það er hægt að frysta leigu. Og það er hægt að setja lög um okur. Allt þetta er hægt að gera ef vilji er til. En viljann vantar hjá stjórnvöldum. Þess vegna er gott til þess að vita að almenn launafólk og lítilmagnar skuli eiga hauk í horni þar sem Ragnar Þór Ingólfsson er. Enda þorði enginn í hann í síðustu kosningum til formanns hjá VR. Með sigrinum á Almenna Leigufélaginu eru honum allir vegir færir. Hann hefur meira fylgi en ríkisstjórnin í dag.
Kannski að Katrín og Bjarni fundi og endurmeti stöðuna í þessu ljósi. Allavega held ég að þeirra spindoctorar hljóti að vera orðnir áhyggjufullir yfir ástandinu. Óvinurinn er ekki Gunnar Smári eða Karl Max, eins og Friðjón spunakarl heldur. Gunnar Smári hefur enga vigt. Það hafa hins vegar Ragnar Þór, Vilhjálmur Birgisson, Anna Sólveig og Drífa Snædal.
Mjög ánægjuleg lending | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.