28.2.2019 | 14:57
Áhrifalaus á Íslandi
Gaman þætti mér að vita hvernig CEO Magazine í Ástralíu, fær það út að Katrín Jakobsdóttir sé á meðal 20 áhrifamestu konum í heiminum í dag. Er hún áhrifamikil vegna þess að hún er forsætisráðherra Íslands? Eða er þetta bundið við kyn hennar sem konu? Ef þetta er kynbundinn áhrifamáttur þarf þá ekki að benda á eitthvað sem Katrín hefur sagt eða gert sem hefur skipt einhverjum sköpum? Ég hef gruflað í huga mér dágóða stund en man ekki eftir neinu. Hins vegar eru ótal dæmi, þar sem hægt er að benda á að orð og gjörðir eru sitthvað hjá þessari konu sem sett var í stól forsætisráðherra af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Og þar með gerð áhrifalaus, ekki bara í ríkisstjórn heldur líka meðal íslensks almennings sem misst hefur allt traust á stefnu VG við það að sjá formann flokksins, svíkja hvert stefnumál Vinstri Grænna af öðru , í þjónkun við þann sem öllu ræður í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Vill einhver ung kona líkjast Katrínu? Ef það er sá mælikvarði sem er notaður. Ég á bágt með að trúa því. Fyrirmyndir verða að hafa prinsip, lífsreglur sem þær fara eftir. Katrín hefur engin slík prinsip. Fyrirmyndir verða að vera trúverðugar og segja það sem þær meina og meina það sem þær segja. Katrín hefur á sínum stutta ferli sem stjórnmálamaður blekkt fólk og fórnað eigin trúverðugleika í eftirsókn eftir stöðutákni. Stöðutákni sem hefur ekkert gildi eitt og sér.
Katrín fer í sögubækurnar með sömu eftirmælum og Sigmundur Davíð. Bæði voru þau áhrifalausar hækjur Sjálfstæðisflokksins, sem notaði þau til að halda völdum í andstöðu við meirihluta kjósenda. Þess vegna er þjóðfélagið að gliðna í sundur. Á Íslandi búa ekki 2 þjóðir heldur 3.
Til hamingju Katrín með það!
Katrín ein af 20 áhrifamestu konum heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.