Konan með langa nafnið ætlar að selja Landsvirkjun

Konan með langa nafnið upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, að ríkisstjórnin hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að kaupa alla hluti í Landsneti. Ákvörðun sem gæti sýnst eðlileg í sjálfu sér nema af þeirri einföldu ástæðu að ríkið á nú þegar 65% í Landsneti í gegnum 100% eignarhlut sinn í Landsvirkjun og einnig eru engar kröfur eða þrýstingur á breytt eignarhald af hálfu ESB. 

"Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Það er sem sagt ekki fyrr en búið er að einkavæða Landsvirkjun sem þessi kaup á Landsneti verða skynsamleg!  Við vitum að hjá þessari ríkisstjórn er ekkert gagnsæi. Hver ráðherra er eins og kóngur og stjórnsýslan er meira í ætt við einveldi en þingbundið lýðveldi.  Hver var til dæmis aðkoma alþingis að þessari ákvörðun um að kaupa Landsnet?  Þarf ekki fjárveitingavaldið að samþykkja svona kaup?  Og eru áform Sjálfstæðisflokksins um að einkavæða Landsvirkjun komin lengra en almenningur veit? Ég er skíthræddur við þessa ríkisstjórn.  Ég held við höfum aldrei haft jafn samhentan hóp ráðherra áður, sem eru jafn forhertir í stjórnarathöfnum og öruggir með sig að þeir geti í skjóli meirihluta framkvæmt öll óhæfuverk sem þeim dettur í hug vegna þess að það sem sameinar þennan meirihluta er fyrirlitning á minnihlutanum og fullvissa um eigið ágæti og óskeikulleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband