3.3.2019 | 11:24
Hræðslan við sósialisma
Það er ekki bara trúðurinn Trump sem hótar fólki með kommúnistagrýlunni. Við heyrum þetta einnig hér í opinberri umræðu. En samt eingöngu hjá köllum sem komnir eru yfir miðjan aldur og sem tilheyra hræðslubandalagi hægri manna. Þessi hræðsluáróður felst í því að kommúnistar eða sósialistar séu vont fólk sem vilji bara eyðileggja þetta frábæra þjóðfélagsmódel sem þó er alfarið byggt upp á arðráni, misskiptingu, óréttlæti og ójöfnuði innan kerfa sem búin hafa verið til af hagsmunaöflum fyrir hagsmunaöfl. Þannig er okkar módel að samfélagi algerlega einstakt í heiminum. Hvergi þrífst jafn mikil almenn spilling og meðal íslendinga. Spillingin er inngróin og hún viðheldur sér sjálf. Þetta sjáum við kristallast í nær óbreyttu fylgi stjórnmálaflokka. En þetta módel er viðkvæmt. Hér er að myndast viðspyrna sem gæti kollvarpað þessu spillta kerfi. Því grundvöllur hvers þjóðfélags felst í vinnumarkaðsmódelinu. Og hér hafa forystumenn stærstu verkalýðsfélaganna ákveðið að spyrna við fæti og stokka upp í kerfunum. Það er óumdeilt að verkalýðshreyfingin hefur veikst gríðarlega undanfarna 3 áratugi. Sumpart vegna þess að flugumenn djúpríkisins náðu völdum í forystu ASÍ en ekki síður vegna óundirbúinna afleiðinga af EES samningnum sem leyfði frjálsa för verkalýðs. Á Íslandi spruttu upp fyrirtæki sem sögðust vera vinnumiðlanir en voru ekkert nema nútímaþrælahaldarar Afleiðingin varð gríðarleg. Hér varð skyndilega mikill uppgangur og hagvöxtur sem var í grunninn drifinn af þessu erlenda vinnuafli sem flutt var inn í skjóli EES samningsins. Meðan allt lék í lyndi og næg atvinna var fyrir alla, þá gekk þetta á yfirborðinu, En svo þegar niðursveiflurnar urðu þá voru fyrstu fórnarlömbin alltaf erlenda vinnuaflið sem rekið var á guð og gaddinn,svikið um laun og uppihald af þessum glæpa vinnumiðlunum sem leyft var að starfa hér án eftirlits.
Á sama tíma reyndu stjórnvöld og aðilar þessa gallaða vinnumarkaðsmódels að sveipa það hulu hins norræna velferðarkerfis með því að flytja ábyrgðina á hagstjórninni yfir á verkalýðsforystuna. Hagfræðingar voru fengnir til að reikna út svigrúm fyrir launahækkanir. Ekki var spurt að því hvað kostaði að lifa.
Og nú erum við á þessum stað. Vinnumarkaðsmódel í molum. Stjórnvöld sem skilja ekki vandann og herskáa verkalýðsforystu sem krefst kerfisbreytinga. Rödd hræðsluáróðurspenna er orðin hjáróma. Flestir vilja uppstokkun en tengja það ekki við sósialisma eða kommúnisma. Bara ósköp venjulega skynsemi- og réttlætiskröfu, um að hér verði það lagað sem laga þarf og ekkert helvítis kjaftæði. Þeir sem ekki skilja það verða að hætta að þvælast fyrir.
Varar við martröð sósíalismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gætir þú í stuttu máli útskýrt gangverk þessa meinta "vinnumarkaðsmódels" og hvernig séríslenska nálgunin á samningaviðræður stéttarfélaga og aðila vinnumarkaðarsins er betri en sú norræna?
Geir Ágústsson, 3.3.2019 kl. 14:56
Sæll frændi, Nú er ég ekki að skilja þig. Á ég að útskýra hvað ég á við með "vinnumarkaðsmódel í molum"? Það er ekki hægt í stuttu máli en ég er að segja að SALEK tilraunin fór út um þúfur vegna þess að búið var að höggva að rótum verkalýðshreyfingarinnar. Það voru alltof stórir hópar launafólks sem stóðu fyrir utan þessa SALEK samkomulags. Útskýring Þorsteins Pálssonar er bara rétt að hluta. Hann er bara þessi dæmigerði ESB sinni sem heldur að öll okkar vandamál lagist sjálfkrafa ef við göngum í ESB og tökum upp evru. Norræna vinnumarkaðsmódelið byggir á trausti milli 3 jafnrétthárra samningsaðila. Verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Slíkt traust er ekki hér á landi. Við höfum haft tvístraða verkalýðshreyfingu þar sem réttindum útlendinga innan hreyfingarinnar hefur ekki verið sinnt fyrr en nú. Síðan höfum við haft öflug samtök atvinnurekenda sem hafa notið aðstoðar ríkisvaldsins til að halda niðri launum. Og svo þetta ríkisvald sem axlar ekki ábyrgð á stöðugleika sem það krefst af öðrum. Ég hef hvergi sagt að verkalýðsbaráttan sé góð eða betri en annara staðar. Það er hún ekki enda höfum við staðið í stað í 30 ár. Og það skrifast alfarið á lélega forystu ASÍ og lífeyrissöfnunarkerfi sem er í grunninn orðið allt of umsvifamikið í íslenzku samfélagi. Þegar vinnumarkaðsmódelið verður leiðrétt þá verður að þynna út umsvif lífeyrissjóðanna á fjármála og hlutabréfamarkaði. Að það skuli renna í þetta bákn 20% af brúttólaunum alls þorra vinnandi fólks nær ekki nokkurri átt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.3.2019 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.