Þess vegna er verkfall

Úr skýrslu Vinnueftirlitsins:

Of mikið lík­am­legt álag

Niður­stöður könn­un­ar meðal starfs­fólks sýndu að lang­flest­ir sem vinna við hót­elþrif hér á landi eru kon­ur af er­lend­um upp­runa. Meiri­hlut­inn er Pól­verj­ar. Íslenska er aðeins tungu­mál tæp­lega 9% starfs­manna. Starfs­ald­ur er skamm­ur, eða rúm­lega tvö ár á vinnustað.

Veru­lega skorti á að skipu­legt vinnu­vernd­ar­starf í for­varn­ar­skyni færi fram á hót­el­un­um því í tæp­lega 70% til­vika var eng­in eða aðeins ófull­nægj­andi áætl­un um ör­yggi og heil­brigði fyr­ir vinnustaðinn. 

Tæp 68% hót­elþerna sögðu sam­skipti við næsta yf­ir­mann valda þeim streitu og pólsk­ir starfs­menn töldu sam­skipti á vinnustaðnum verri en ís­lensku­mæl­andi sam­starfs­fólk.

Kyn­ferðis­leg áreitni í vinnu

Rúm­lega 2% hót­elþerna telja að heilsu þeirra eða ör­yggi stafi hætta af of­beldi eða hót­un­um í vinn­unni. Rann­sókn­ir sýna að er­lent verka­fólk er lík­legra til að upp­lifa hót­an­ir og of­beldi á vinnustað auk þess sem það er lík­legra til að verða fyr­ir brot­um á rétt­ind­um. Rúm 3% segj­ast hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni á vinnustaðnum

Hvað er þetta annað en lýsing á nútíma þrælahaldi? Mesta furða að starfsaldur skuli þó ná 2 árum. Á sama tíma eru forráðamenn hótelþrælabúða með stórar yfirlýsingar um þann skaða sem verkföll þrælanna valda þeim.  Þeir hafa aldrei leitt hugann að þeim skaða sem starfsfólk hefur orðið fyrir.

Áfram Sólveig Anna! 


mbl.is Slæmar aðstæður hótelþerna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband