8.3.2019 | 09:55
Þess vegna er verkfall
Úr skýrslu Vinnueftirlitsins:
Of mikið líkamlegt álag
Niðurstöður könnunar meðal starfsfólks sýndu að langflestir sem vinna við hótelþrif hér á landi eru konur af erlendum uppruna. Meirihlutinn er Pólverjar. Íslenska er aðeins tungumál tæplega 9% starfsmanna. Starfsaldur er skammur, eða rúmlega tvö ár á vinnustað.
Verulega skorti á að skipulegt vinnuverndarstarf í forvarnarskyni færi fram á hótelunum því í tæplega 70% tilvika var engin eða aðeins ófullnægjandi áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn.
Tæp 68% hótelþerna sögðu samskipti við næsta yfirmann valda þeim streitu og pólskir starfsmenn töldu samskipti á vinnustaðnum verri en íslenskumælandi samstarfsfólk.
Kynferðisleg áreitni í vinnu
Rúmlega 2% hótelþerna telja að heilsu þeirra eða öryggi stafi hætta af ofbeldi eða hótunum í vinnunni. Rannsóknir sýna að erlent verkafólk er líklegra til að upplifa hótanir og ofbeldi á vinnustað auk þess sem það er líklegra til að verða fyrir brotum á réttindum. Rúm 3% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum
Hvað er þetta annað en lýsing á nútíma þrælahaldi? Mesta furða að starfsaldur skuli þó ná 2 árum. Á sama tíma eru forráðamenn hótelþrælabúða með stórar yfirlýsingar um þann skaða sem verkföll þrælanna valda þeim. Þeir hafa aldrei leitt hugann að þeim skaða sem starfsfólk hefur orðið fyrir.
Áfram Sólveig Anna!
Slæmar aðstæður hótelþerna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.