Hræsnari gerist skinhelgur

Bjarni Benediktsson og aðrir úr sjálftökuliði ríkisstjórnar og þingmanna, skýla sér gjarnan bakvið kjararáð þegar þeir svara réttmætri gagnrýni á ofurlaunahækkanir ríkisstafsmanna undanfarin ár. En hverjir bera ábyrgð á því að kjararáð var látið hafa þennan eitraða bikar? Var það ekki þessi sami Bjarni Benediktsson sem nú þykist enga ábyrgð bera. Og hver skyldi hafa mannað stól formanns kjararáðs annar en þessi sami Bjarni!  Og til að kóróna skömmina þá skipaði hann persónulegan vin sinn og félaga til margra ára, til að ákveða eigin laun.  Jónas Guðmundsson er húskarl Bjarna og dekkar armslengdina , nú sem formaður stjórnar Landsvirkjunar.

Bjarni Benediktsson er narcissisti sem ekki ætti að vera á Alþingi hvað þá í sæti fjármálaráðherra.  Narcissistar hugsa ekki um haga annarra. Þeir hugsa bara um eigin hag og eru svo fullir aðdáunar á eigin verkum að þeir bregðast reiðir við allri gagnrýni. Orðaskak Bjarna og Jóns Þórs staðfestir þessa greiningu.

Og að endingu get ég ekki annað en mótmælt þeirri túlkun sjálftökuelítunnar að launabilið sem kjararáð bjó til, hafi sjálfkrafa verið leiðrétt með frystingu þeirra hækkana út 2018.  Prósentuhækkanir ofurlauna er aldrei hægt að jafna saman við prósentuhækkanir lág og meðal-launa.  Þingmenn fengu 400 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum.  Það er sú hækkun sem við eigum að miða við.  Ekki 40%.   

Þegar allir hafa fengið 400 þúsund króna leiðréttingu eins og sjálftökuliðið þá er komið jafnvægi. Fyrr ekki Bjarni Benediktsson!


mbl.is Sakaði fjármálaráðherra um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband