Mygla er eðlileg

Móðursýkisleg viðbrögð vegna myglu og tilheyrandi rakaskemmda ráða nú ákvörðunum forráðamanna mannvirkja þar sem þessi vandamál koma upp. Hvergi í heiminum trúi ég að gripið sé til jafn drastískra aðgerða eins og niðurrif heilu bygginganna eru, eins og hér á landi. Og það virðist helst ein verkfræðistofa ábyrg fyrir þessum harkalegu viðbrögðum. En það er verksfræðistofan Verkís, sem hefur yfir að ráða mestu þekkingunni á úttekt vegna myglusvepps en það er ekki þar með sagt að þeir hafi neina klíníska þekkingu á heilsufars áhrifum myglusveppsins.  Samt þykjast þeir þess umkomnir að ráðleggja um rýmingar, niðurrif eða mjög kostnaðarsamar úrbætur á sýktum húsum/byggingum.  Þar sem þeir eru að skapa sér atvinnu við verkfræðilega hönnun og eftirlit.  Allt þetta er mjög ámælisvert. Því myglusveppur er bara eins og hver annar ofnæmisvaldur bara hættulegur þeim sem hafa ofnæmi fyrir honum.  Aðrir verða ekki fyrir neinum skaða eða óþægindum.

Ég held að forráðamenn opinberra bygginga þurfi að staldra við og endurskoða þessa kolröngu nálgun þegar upp koma ofnæmisviðbrögð vegna myglusvepps. Ég er að vísu ekki með prófgráðu í rakaskemmdum eða myglu en ég hef kynnt mér eins og kostur er hvað veldur. Í grófum dráttum má flokka rakaskemmdir í tvo flokka. Utanaðkomandi raka vegna galla eða ófullnægjandi viðhalds og raka sem á upptök inni í húsum vegna ónógrar loftræstingar. Sá flokkur er miklu viðráðanlegri heldur en þegar rakinn er tilkominn vegna byggingargalla.

Að ætla sér að loka heilum skóla vegna myglu og raka er ekkert nema móðursýki.  Það er vel hægt að klára skólaárið og hefja viðgerðir að því loknu.  En auðvitað þarf að finna aðrar lausnir fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir myglusveppnum. Fyrstu viðbrögð væru svo að stoppa utanaðkomandi leka hið fyrsta og opna lokuð rými og hreinsa sýkt svæði og þurrka.  Þetta er hægt að gera þótt skólastarf sé í gangi.

En kellingarnar sem ráða öllu munu auðvitað ekki hlusta á mína rödd. En ég hef látið þessa skoðun í ljós og þess vegna mun ég geta sagt í fyllingu tímans, I told you so!  En þá munu aðgerðir gegn myglu hafa kostað milljarða sem engin þörf var á að sóa vegna ómerkilegra rakaskemmda. Lifi íslenzka heimskan!


mbl.is Fossvogsskóla lokað á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þetta er alger geggjun. Móðursýkin takmarkalaus og með spila kjánarnir á fjölmiðlunum, eins og enginn sé morgundagurinn. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.3.2019 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru staðfest 5 mislingatilfelli og fjölmiðlar kalla það mislingafaraldur. Getum við kallað mygluhræðsluna móðursýkisfaraldur? Í dag birtust fréttir frá Ísafirði þar sem heilli skólaálmu var lokað vegna eðlilegrar myglu innan á gluggaumbúnaði í 80 ára gömlu húsi. Þó var tekið fram að enginn hefði sýnt nein merki ofnæmis vegna þeirrar myglu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2019 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband