Fljótabáturinn Herjólfur kemst ekki heim

Fljótabáturinn, sem nú er búið að smíða samkvæmt fyrirmælum einvaldsins í Landeyjarhöfn, kemst ekki yfir hafið og heim, því nú er hávetur. Yfirleitt keppast allar útgerðir við að koma svona nýsmíðum í gagnið hið fyrsta, en ekki Vegagerðin. Vegagerðin fer sér hægt og er með alls konar undanbrögð, til að kaupa tíma. Því skipið er ekki ætlað til siglinga á úthafinu.  Kannski eftir hálfan mánuð að þeir fái undanþágu, annars verða þeir að senda það heim í fragt.  Skipið sem fór með sementsskipið frá Hafnarfirði gæti hentað og verið á lausu!

Einnig passar Vegagerðin sig á að sanddæling ú Landeyjarhöfn er skammt á veg komin svo þeir geta líka notað þá afsökun. En eftir stendur hvernig á að tryggja öryggi ferju og farþega í vondum veðrum?  Við sáum nýlega myndband af Herjólfi að sigla fyrir Klettsnefið á leið til hafnar í Eyjum. Þar þurfti að fara með gát svo skipinu slægi ekki flötu. Halda menn að litli fljótabáturinn sé virkilega nothæfur til að halda uppi öruggum áætlunum til Eyja? Eða verður þetta enn eitt klúðrið og óskhyggjan úr Sigurði Grétarssyni, sem nú hefur loksins verið settur af hjá siglingasviði Vegagerðarinnar. 

Vörum okkur á verkfræðingunum. Þeir eru ekki óskeikulir frekar en stjórnmálamenn en þeir virðast samt njóta sömu friðhelgi og forsetinn, það er að verða ekki dregnir til ábyrgðar vegna starfa sinna.  Það er dálítið merkilegt.

Með réttu hefði Landeyjarhöfn aldrei átt að komast lengra en vera líkan í tilraunaskyni. En Kristján Möller tók þessa ákvörðun illu heilli og í einhverju samkrulli við heimamenn. Fyrir það erum við búin að borga 40 milljarða varlega áætlað og verkefnið langt frá því að hafa heppnast.


mbl.is Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband