15.3.2019 | 14:34
Gjaldþrota glæpafélag kallar eftir þöggun
Fyrirsögnin á þessum pistli segir í raun allt. Glitnir Holdco getur ekki skýlt sér bakvið lög um bankavernd. Í hruninu og nokkur næstu ár á undan áttu sér stað fragrant (svívirðileg) auðgunarbrot stjórnenda bankans jafnt sem almennra starfsmanna í þágu valinna hluthafa og þau brot bitnuðu á almennum hluthöfum og viðskiptamönnum, sem ekki nutu sömu fyrirgreiðslu eins og lýst er í skjölunum sem lekið var. Lögmaður glæpafélagsins er nú að biðla til hæstaréttar að staðfesta lögbann á birtinguna sem sett var af sýslumanni FLokkksins fyrir bráðum 2 árum. Glæpafélagið Glitnir var sett í þrot af leppi Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans , þar með töldum Milestone bræðrunum og Engeyjarbræðrunum Einari og Benedikt, föður Bjarna Benediktssonar. Og það er þrotabú þessa banka, Glitnir Holdco, sem styrinn stendur um. Ef tekst að staðfesta lögbannið á birtingu frétta, sem byggja á þessum gögnum þá er endanlega búið að fela alla misgerninga frá því fyrir hrun. Hrunmálum verður þá lokið og skammtímaminni Íslendinga sér um, að sakir fyrnist hraðar en ella, ef eðlileg fréttamennska væri ekki trufluð af spilltu valdi.
Spurningin er ekki hvort fjölmiðlar verði ósnertanlegir heldur hvort auðmenn verði snertanlegir!
Fjölmiðlar verði ósnertanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.