Landsnet borðar virkjanafíl

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur hefur nýlokið við að skrifa þriggja greina flokk í Kjarnann, til varnar Drangajökulsvíðernum, sem HS Orka vill gleypa í einum munnbita og spíta útúr sér í smábitum, til að þeir gangi betur í grunlausan almenning. Satt að segja færir hann svo sterk rök fyrir því, að ekki skuli ráðist í neinar þær framkvæmdir, sem raska kunna svæðinu, að ég hélt að það væri borðleggjandi fyrir umhverfisráðherra, að friðlýsa allt þetta svæði með einu pennastriki. Frumkvæði er allt sem þarf.  Rökin liggja fyrir og hægt að birta allar 3 greinar Snæbjörns, sem greinagerð með slíku frumvarpi.

Sjáið bara hve forspár hann er um þátt Landsnets í plottinu. Snæbjörn skrifar í 3. grein sinni, sem hann kallar "Iðnaðarsvæðið á Ófeigsfjarðarheiði"

Að borða virkj­anafíl

Hvert var fram­lag ráð­gjafa HS Orku til þess að almenn­ingur mætti skilja betur þessa heild­ar­mynd af fram­tíð­ar­iðn­að­ar­svæð­inu uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði? Svarið er: Nákvæm­lega ekk­ert. Ráð­gjaf­inn gerir í raun enga til­raun til að meta áhrif sem yrðu á víð­ernin af Aust­ur­gils­virkjun og Skúfna­vatna­virkj­un, þótt hann þekki vel til þeirra og eigi lögum sam­kvæmt að sýna áhrif tengdra fram­kvæmda.

Kannski mun ein­hver segja að þessar virkj­anir séu í raun ótengd­ar. Það ætti þó að vera auð­sætt hverjum sem horfir á kortin hér að ofan að þær eru það ekki, þó ekki sé nema vegna þess að þær eru allar á sama land­svæð­inu, innan hinna miklu Dranga­jök­ul­svíð­erna. Þar að auki tengj­ast þær allar í gegnum hönn­un­ar­að­il­ann, því ráð­gjafi HS Orku hefur komið að hönnun eða und­ir­bún­ingi allra þriggja, auk þess sem HS Orka er aðal­eig­andi bæði Hvalár- og Skúfna­vatna­virkj­ana­hug­mynd­anna. Að lokum myndu allar þessar virkj­anir tengj­ast á sama stað við raf­orku­flutn­ings­kerfi Lands­nets, vænt­an­lega í nýjum tengi­punkti á Langa­dals­strönd innst í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Ráð­gjaf­inn lagði vissu­lega fram teikn­ingu af hugs­an­legri raf­línu­teng­ingu Hval­ár­virkj­unar einnar og sér og (rangri) skerð­ingu víð­erna af henni.

Um leið er alveg skýrt að Aust­ur­gils­virkjun og Skúfna­vatna­virkjun eru taldar alger for­senda teng­ingar Hval­ár­virkj­un­ar­hug­mynd­ar­innar eins og hún er nú. Nú standa meira að segja vonir virkj­ana­að­ila bein­línis til þess að í næstu viku muni stjórn­völd loks­ins bæn­heyra þá end­an­lega og láta Lands­net gefa sér þennan tengi­punkt. Hvað hefur þurft að smyrja, ef það verður svo?

Virkj­ana­hug­mynd­irnar eru því nátengdar að öllu leyti og jafn­vel þótt þetta væru þrír algjör­lega óskyldir aðilar sem hver hygði á sína virkjun óháð öðrum er engin leið fram hjá því að meta þyrfti virkj­an­irnar saman til að sýna heild­ar­á­hrif­in. Á því virð­ist eng­inn taka ábyrgð. Það er allt of auð­velt að klippa þetta í sundur og stjórn­kerfið megnar ekki að halda uppi kröfu um heild­ar­mat áhrifa allra virkj­an­anna ásamt teng­ing­um.

Kort 3
Kort 3

Ef allar virkj­ana­hug­myndir á Ófeigs­fjarð­ar­heiði eru teknar saman eru þær farnar að minna óþyrmi­lega á stór­karla­leg­ustu virkj­ana­hug­myndir Lands­virkj­unar á mið­há­lend­inu, eins og til dæmis í Þjórs­ár­verum og á Skaga­fjarð­ar­há­lend­inu. Grein­ar­höf­undur tók saman helstu hönn­un­ar­gögn sem liggja fyrir tengt virkj­un­unum þremur á einu korti, sem sýnir þá svart á hvítu iðn­að­ar­svæði fram­tíð­ar­innar uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Hver er þá besta leiðin til að breyta ósnortnum heiða­víð­ernum í risa­stórt orku­iðn­að­ar­svæði? Jú, þú byrjar á að fá sam­þykki í heima­byggð fyrir „smá­veg­ar­spotta“ upp á heiði til að „klára örlitlar rann­sókn­ir“ fyrir „alls ekki svo stóru virkj­un­ina“ sem mun í raun hafa „ósköp lítil áhrif“. Bút­aðu niður eins og þú getur og komdu litlu bút­unum í gegn án þess að tengja hlut­ina saman eða setja í sam­hengi. Þetta lítur ekki svo illa út í byrj­un. Svo held­urðu ein­fald­lega áfram að potast þar til búið er að reisa þrjár virkj­anir með stífl­um, skurð­um, virkj­ana­veg­um, raf­línum og öllu öðru til­heyr­andi. Útkoman er full­kom­lega end­an­leg eyði­legg­ing meira en helm­ings einna merk­ustu og mik­il­væg­ustu víð­erna Íslands, jafn­vel Evr­ópu. Það virð­ist nefni­lega ekk­ert svo flókið mál að láta almenn­ing, sem hefur lítil sem engin tök á að graf­ast fyrir um end­an­lega útkomu svona verk­efna, borða fíl­inn – einn bita í einu, þar til setið er uppi með risa­stórt orku­iðn­að­ar­svæði á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.
-----------------------------------------------------------------------------------

Ég biðst forláts að birta þennan hluta greinar Snæbjörns án leyfis, en tilefnið kom í fangið á mér þegar ég sá þessa frétt.  Og mér fannst greinarnar eiga erindi við alla!  En eins skrítið og það er, þá ríkir hér algert sinnuleysi um þetta mál. Það er eins og þeir, sem vilja vernda víðernin séu teiknaðir upp sem óvinir Vestfjarða.  Ég frábið mér slíkar ávirðingar.  Ég hef sterkar taugar til þessa landshluta eftir að hafa aflað mér þar menntunar og búið þar og starfað í 15 ár af ævi minni.  Svo ekki segja mér, að virkjun í þágu HS. Orku, sé virkjun í þágu Vestfirðinga. Og þar sem ég þekkti vel föður drengjanna sem eiga Vesturverk og bera ábyrgð á þessu öllu saman, þá fullyrði ég að hann hefði líka beitt sér gegn þessum hugmyndum og blekkingum stóriðjusinna, sem illu heilli fengu að kaupa HS Orku á sínum tíma. Það var eitt af óheillaverkum Steingríms J. sem vinstri menn bera einir ábyrgð á.


mbl.is Tenging um Ísafjarðardjúp hefði mest áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Orkumálaráðherra, sem hefur svo mörg nöfn að ég nenni ekki að nefna þau, kveður nýlega upp um það að Ríkið verði sennilega að kaupa Landsnet, því ekki fari saman, samkvæmt skipunum  frá bulluseli, að sami aðili eigi orkuverin og selji orkuna. Ef til vill ekki með pistil síðuhafa að gera, en engu að síður enn ein sönnun þess að amlóðar og hugsjónageldir aumingjar innan stjórnsýslunnar, eru tilbúnir að fórna nánast hverju sem er fyrir áframhaldandi setu sína að kjötkötlunum. Ósnortnar víðlendur Íslands "included". Soraseta bjúrókratanna og sjálfhverfrar stjórnmálamannaelítunnar hefur náð áður óþekktum hæðum í terrorisma sínum gegn Íslandi. 

 Þakka pistilinn Jóhannes. Óskandi að sem flestir læsu hann og öll ummæli Snæbjörns Guðmundssonar. Þar fer enginn aukvisi í umræðunni. 

 Synd hve fáir hlusta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2019 kl. 00:21

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Halldór Egill. En hræddur er ég um að þessi debat vinnist ekki á rökum. Sennilega mun HS Orka hafa betur í krafti þeirra gífurlegu fjárhagslegu hagsmuni sem þeir hafa. Íslendingar sjá aldrei stóru myndina. Og þeir sem sjá hana eru rægðir og niðurlægðir fyrir að standa gegn framrás nútíma gróðahyggju. Hvort heldurðu til dæmis, að atvinnumöguleikar Snæbjörns Guðmundssonar hafi batnað eða verznað?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband