Fjölmiðlafrumvarpið strax farið að hafa áhrif

Lilja Alfreðsdóttir er með slungnari stjórnmálamönnum á Íslandi í dag. Eldklár og fljót að átta sig á stöðum og hvernig eins dauði verður hennar brauð. Og áróðurstæknin er slík snilld að Alþingi spilar allt upp í hendurnar á henni.

Tökum sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið sem hún kom í umræðu áður en hún bar það upp í ríkisstjórn og þegar fjárlögin er skoðuð þá er hún líka búin að tryggja fjármagn til að standa straum af frumvarpi sem ekki er orðið að lögum, sem ekki hefur hlotið samþykki í ríkisstjórn og ekki hefur verið rætt á þingi. 

Og það virðast allir fjölmiðlar keppast við að uppfylla skilyrði Lilju til að fá endurgreiðslu frá ríkinu.  Meira að segja Kjarninn, sem hefur örugglega álitið eigin fréttaritstjórn af öðru kaliberi en slúðurblaðanna, er farinn að búa til fréttir með því að kópíera fésbókarfærslur þeirra, sem þeir flokka sem áhrifavalda.  þannig er nú hægt að lesa á Kjarninn.is hvað Þorsteini Víglundssyni fannst um mótmæli hælisleytenda á Austurvelli og það án þess að ómaka Þorstein með símtali. Magnús endurbirti bara statusinn hans Þorsteins og uppfyllti þannig kvótaskilyrðið um að 40% af fréttum skuli koma frá ritstjórn.

Vel gert Magnús. Það má alveg slá af prinsippunum þegar 30 milljónir eru í húfi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband