19.3.2019 | 11:10
Skrifborðsstarf en ekki kjarabarátta
Frammistaða SGS er til skammar fyrir verkalýðsfélögin, sem að því standa. Sá væntanlegi árangur sem mun verða þvingaður fram í kjaradeilu ASÍ og SA, verður vegna baráttu Eflingar og VR. SGS munu svo ganga inní þá samninga en áður verða félögin að punga út með milljónagreiðslur til starfsmanna og samninganefnda, sem hafa ekkert gert og engum árangri náð, meðan Efling hefur látið til sín taka og VR fylgt fast á eftir. Eru félagsmenn SGS virkilega að sætta sig við svona frammistöðu? Hvar er stéttarfélagsandinn?
Aðgerðahópurinn fundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Athugasemdir
Ég efast stórlega um að þessi verkföll muni leiða af sér neinar kjarabætur. Ástæðan er einfaldlega sú að umbjóðendur SA geta ekki tekið á sig þær miklu launahækkanir sem krafist er. Niðurstaðan verður hófleg launahækkun á endanum, og tómir verkfallssjóðir.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2019 kl. 11:23
Efling mun aldrei bakka með kröfuna um 425 þúsund krónu lágmarkslaun. Mér finnst það eiginlega kjarni málsins. Tilboð SA um % hækkanir er til að brjóta þetta prinsip. Þeir eru í raun tilbúnir að hækka lægstu laun, en ekki á forsendum Eflingar. Þarf þá Sólveig Anna að stíga til hliðar af því hennar persóna er að þvælast fyrir? Ef deilan er farin að snúast um persónur hjá SA þá er illt í efni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2019 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.