149. löggjafarþing 2018–2019. Þingskjal 976, 579. mál.

Miðjan vekur athygli á mörgum málum, sem annars myndu fara framhjá fólki eins og mér.  Það nýjasta er frumvarp Unnar Brár og þriggja samflokksmanna hennar, um aukið frelsi í sölu á ólyfseðilsskyldum verkjalyfjum í almennum verslunum.  Í greinagerð með frumvarpinu er sérstaklega talað um að hægt verði að kaupa paracetamol verkjalyfið utan apóteka! 

Hvað er að Sjálfstæðisflokknum? Hvers vegna þessi ofuráhersla á fullt og ótakmarkað aðgengi að brennivíni og nú lyfjum? Hvers vegna að breyta því sem er í lagi og virkar vel?

Eitt af því sem fíklar misnota er einmitt verkjalyfið Panodíl.  Eru viðkomandi alþingismenn að misnota stöðu sína til að gera slíku fólki auðveldara með að nálgast þessi lyf eða eru þetta síðustu andvörp frjálshyggjunnar í flokknum áður en Viðreisnararmurinn gerir uppreisn á næsta landsfundi?

Alla vegana lýsir þessi málatilbúnaður einhverri þráhyggju sem ég skil ekki. En þó ég hafi zero tolerance fyrir svona rugli þá er ég með snjalla lausn. Við leysum bæði þetta mál og brennivínsmálið, með því einfaldlega, að leyfa sölu á ólyfseðilsskyldum lyfjum í útibúum áfengisverzlunar Ríkisins,  sem heitir víst núna bara Vínbúðin, en gæti allt eins heitið Brennivín og dóp ehf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband