Innherjasvikin í Icelandair

Stutt er síðan 3 millistjórnendur hjá Icelandair hlutu dóma vegna innherjasvika varðandi milliuppgjör félagsins.  Hagnaðurinn nam hundruðum milljóna allt í allt.

Nú berast af því fréttir, að gengi félagsins hafi hækkað um 26% síðustu viku þvert ofan í það sem önnur flugfélög hafa mátt þola, sem eiga og nota hinar þekktu drápsvélar, Boeing 737 Max 8. Þegar þetta er skoðað í sambandi við bága stöðu WOW Air, nýlegt lán sem Icelandair tók að sömu upphæð og þarf til að taka yfir WOW og þá staðreynd, að fresturinn til að ganga inn í samninga um yfirtöku á skuldum WOW Air rennur út nú um mánaðarmótin, þá er greinilegt og næstum 100% öruggt að hækkanir á hlutabréfum í Icelandair tengjast vitneskju sérstaks hóps fjárfesta, um að Icelandair sé að fara að yfirtaka WOW.

Nú er bara að bíða og sjá og setja svo af stað rannsókn á þessum innherjasvikum í fyllingu tímans ef þessi grunur er á rökum reistur.  Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að flugfélag hækki á markaði eftir 2 mannskæð flugslys, sem eru tengd göllum á þeirri flugvélategund sem Icelandair veðjaði á og gerði samning um kaup á 16 slíkum flugvélum. Það skiptir engu þótt þessum flugvélum verði leyft að fljúga aftur.  Farþegar munu ekki treysta þessum flugvélum í bráð og snúa viðskiptum til flugfélaga sem ekki eru með Boeing 737 Max 8 í rekstri. Á Íslandi er það WOW Air.  Þess vegna er það næsta víst að margir munu verða ríkir á innherjaupplýsingum um að Icelandair mun tilkynna í lok mánaðar að það hafi yfirtekið WOW Air fyrir 9.8 Milljarða og muni nota lánið, sem tekið var fyrr í mánuðinum til að greiða áfallandi skuldir WOW Air.

Þegar þetta verður ljóst þá munu innherjar kætast mjög. Bæði þeir sem keyptu hlutabréfin á 7 krónur en ekki síst þeir sem hafa verið að gera framvirka samninga og veðja á hækkun! Því hlutabréfaverð mun hækka umtalsvert þegar kaupin á WOW verða staðfest.


mbl.is Enn hækkar gengi Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Skamm skamm, Jóhannes.

Það væri nú alveg voðalegt ef þú hefðir rétt fyrir þér, en líklega hefur er þetta alveg rétt til getið hjá þér.

Þetta er nú annars meiri spillingar súpan sem við sitjum í.

Jónatan Karlsson, 21.3.2019 kl. 20:58

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spillingarsúpa sem byggir á lygum og blekkingum sem teygir sig frá djúpríkinu, inn á Alþingi og endar hjá ráðherrunum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/21/icelandair_hefur_vidraedur_vid_wow_air/

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2019 kl. 21:59

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, þú hittir sannarlega naglann á höfuðið.

Jónatan Karlsson, 22.3.2019 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband