Tilskipanir ESB eru ekki samningsmál

Þetta kjaftæði, sem haft er eftir Guðlaugi Þór stenst örugglega enga skoðun.  Fyrir ESA gildir, að annað hvort eru tilskipanir innleiddar eða þær eru það ekki. Og ef þær eru það ekki, þá er um samningsbrotamál að ræða.  Hér er ekki verið að ávarpa yfirvaldið í Brússel, heldur heimska íslendinga með keyptum lagatækniskýringum, sem vitað er að halda ekki vatni.

Svona ætla menn að koma málinu í gegn og koma í veg fyrir að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tilstilli inngrips forseta Íslands. Það má ekki verða.  Þessi tilskipun er brot á stjórnarskrá og hún gefur fámennum hópi fjársterkra einstaklinga vald til að ráðskast með orkuauðlindir þjóðarinnar til mikils kostnaðarauka fyrir almenning og fyrirtæki. Óvinurinn er ekki útlendingar. Óvinurinn er fjármagnseigendur sem fá að auðgast á kostnað þjóðarhagsmuna. Við viljum að fyrirkomulag á nýtingu fallvatna og jarðvarma verði alfarið í höndum ríkisins og það fyrirkomulag verði rammað inn í stjórnarskrá.

Fyrirvari ríkisstjórnarinnar gerir ekkert nema fresta endanlegu afsali þjóðarinnar á yfirráðum yfir eigin orkustjórnun til yfirvaldsins í Brússel. Þeir vita að svona afgreiðsla stenst ekki samningsákvæði EES. Málið verður kært og ESA dómstóllinn mun þvinga fram fulla innleiðingu sem verður of seint að stöðva þá.  Núna er eina tækifærið til að láta reyna á EES samninginn og hafna þessari tilskipun alfarið.

Höfum hátt og byrjum að safna undirskriftum til að þrýsta á Guðna Jóhannesson um að skrifa ekki undir þessa landráðatilskipun landráðaaflanna á Alþingi.  Það þarf að hafa snör handtök því málinu mun örugglega verða hraðað í gegnum þingið í ljósi hinnar almennu andstöðu úti í þjóðfélaginu


mbl.is Leggja til orkupakka með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og ólíkt Mannréttindadómstólnum, þá hefur ESA lögsögu yfir Íslandi varðandi samþykki, túlkanir og framkvæmd ESB tilskipana.   Hvað einhverjir lögfræðingar á íslandi halda fram skiptir akkúrat engu máli. Skiptir engu hvað lögfræðingurinn heitir  eða hvaða titil hann ber.  Ef hann er ekki dómari við ESA dómstólinn þá er álit hans jafn milils virði og hvers annars.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.3.2019 kl. 17:04

2 identicon

Hér er um hreint landráð að ræða, spurningin er hvað kostar ráðherra, hvað kostar Sjálfstæðisflokkurinn, hvað kostar  ríkisstjórnin, ég bara spyr. Hvar eru gildi þau sem alþingismenn sverja eið að, ganvart Íslenskri þjóð. Eru Íslendingar slíkar gungur að þeir ætli að láta Viðreinarráðherra Sjálfstæðisflokksins komast upp með að gefa auðlindir landsins á silfurfati.  Hversu margir voru silfurskildingarnir sem Guðlaugur og Kolbrún þáðu úr sjóðnum ESB, ég bara spir?

Gudmundur Thorleifsson (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband