Vísnagerð Ingu Sæland

Litlir kærleikar eru núna milli Halldórs prests frá Holti og Ingu Sælands, sem telur sig vera Flokk fólksins.   Annar kærir og hin svarar með níðvísu, sem er ekki vísa, bara 4 línur sem ríma, á fésbók. 

En... ef þú ætlar að beita vopni níðvísunnar þá verðurðu að kunna bragfræðina!  Á því flaskaði Inga Sæland. Svo vísan verður henni einni að háði og ámæli, en ekki klerkinum.  Af því tilefni datt mér þessi vísa í hug:

Ef viljirðu vonskunni lýsa
í vísu sem er ekki vísa.
Það miðaldra kölluð er krísa
konu á Alþingis-bísa¹

-------------------

¹)Að vera á bísanum er þekkt slangur. Notað yfir iðjuleysingja og þjófa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þótt Halldóri heilagur andi
hugnist og dragi að landi
Inga ei heldur nú hlandi
honum svo bölvunin grandi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2019 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband