19.4.2020 | 12:38
Stokka þarf upp rekstur SÁÁ
Málefni Reykjalundar komust í sviðsljósið fyrir ekki svo löngu síðan og núna er Vogur í svipaðri stöðu. Það er augljóst að rekstrarform þessara stofnana gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sem veltir milljörðum sem koma aðallega úr ríkissjóði, og skipta þúsundir manna miklu máli. Annaðhvort verður að gera Vog að sjálfseignarstofnun undir faglega stjórn eða að ríkið taki reksturinn að sér og kosti hann alfarið. Ég held að seinni kosturinn sé betri. SÁÁ yrði þá styrktaraðili en hefði enga stjórnunarlega aðkomu að því meðferðarstarfi sem Vogur byggir á.
![]() |
Valgerður dregur uppsögn sína til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.