Útrásarvíkingurinn og hrægammurinn

804764Hlaupa upp til hand' og fóta
haldandi þeim engin bönd.
Pabba hennar málsókn hóta
og heimta arfinn útí hönd.

Um það sem í vændum var
vissu fleiri en þessi tvö.
Efnt var því til útrásar
árið tvöþúsund og sjö.

Í Bretaveldi stuttur stans
og stefnt að doktorsgráðum.
Þar ala þurfti Anna hans
önn fyrir þeim báðum.

Allt er þetta í annál skráð
eins og þið víst munið
Og uppskeran er eins og sáð
en svo kom blessað hrunið.

Framtíðin var fyrir þeim
frestun náms í Oxfordskóla
Og hvergi sést er koma heim
hvað þau földu á Tortóla.

Þótt hvíslað væri að væru rík
þau virtust bara basla
En völl sér vild' í pólitík
vinasnauður Simmi hasla.

Nú þjóðinni um nös er núið
níðinga að kjósa sér
En erfitt er og sjálfsagt snúið
silfursjóð að eiga hér.

Enda raunin það svo reyndist
og réttað var á Austurvelli
að ráðherranum reiðin beindist
sem rjúfa vildi þing í hvelli.

Endirinn þó yrði annar
en að fórna einu fóli
Er því að kenna að þingrof bannar
þráseti á valdastóli.

-----------------------

Eflaust ríkti einhver sátt
og aflandsmálið aldrei skeð
hefði Bogi bróðir mátt
braska allan arfinn með.


Nú stend ég með RUV

Valdamikil öfl í samfélaginu vinna nú að því með ýmsum hætti að þagga niður í fréttastofu RUV.  Nú bætist Sigmundur Davíð í þann hóp með þessari ósmekklegu hótun sinni um lögsókn.

Munum það á kjördag. Atkvæði greitt Sigmundi er ávísun á þöggun fjórða valdsins.

Því hvað svo sem segja má um þá pólitíska slagsíðu sem lengi hefur verið löstur á fréttastofu RUV, þá er RUV eini alvöru fréttamiðill landsins. Vegna RUV vitum við meira um íslenskt samfélag þrátt fyrir leyndarhyggjuna og alla þöggunina.  

Þess vegna er hlutverk RUV óumdeilt.

En ef glæpamannalögfræðingar eins og þessi Vilhjálmur H. geta hrætt ráðamenn RUV til hlýðni þá eru þeir stjórnendur ekki starfi sínu vaxnir og eiga að víkja. RUV á ekki að láta undan hótunum.  En ef þeim verða á mistök eiga þeir að GANGAST VIÐ ÞEIM MISTÖKUM OG BIÐJAST AFSÖKUNAR OPINBERLEGA.

ENGIN MISTÖK-ENGIN  AFSÖKUN.


mbl.is Undirbýr málsókn gegn fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutdrægur álitsgjafi

 Spurt var;

 Tel­urðu að Sig­mund­ur Davíð sé bú­inn að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um varðandi Wintris-málið?

 „Það þarf eng­inn að ef­ast um að rétt hafi verið farið að" svarar Grétar Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og gerir þar með sjálfan sig að viðundri og vanhæfum kennara í stjórnmálafræði til framtíðar.  Því það er nokkuð öruggt að Wintris málið verður notað sem kennslubókardæmi um hvernig ekki eigi að standa að málum ef menn vilja vegtyllur í stjórnmálum

Allt frá því Wintris málið kom fyrst upp, hef ég fylgst með því af áhuga. Ekki síst fyrstu viðbrögðum Sigmundar í sjónvarpssal og öllu sem á eftir kom. "Dine spörgsmál bekymrer mig" sagði Sigmundur  þegar hann var spurður út í Wintris af sænska rannsóknarblaðamanninum. Þessi taktík að setja ofan í við fjölmiðlamenn, ber vitni um óheiðarleika og er tilraun til að taka yfir viðtöl sem eru viðmælanda erfið.  Allar götur síðan hefur Sigmundur verið í vörn og kostað til milljónum króna .  Nú síðast var þóknun þeirra hjóna til skattasniðgöngulögfræðingsins, sem sér um skattframtöl þeirra hjóna, rúmar 2 milljónir eins og fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar

Kærendur hafa gert kröfu um að þeim verði úrskurðaður málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, sbr. 4. gr. laga nr. 96/1998, um breyting á þeim lögum. Samkvæmt úrslitum málsins þykir bera að úrskurða kærendum málskostnað á grundvelli framangreinds lagaákvæðis. Samkvæmt framlögðum gögnum nemur kostnaður kærenda vegna meðferðar málsins 2.112.991 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti vegna 65 klukkustunda vinnu umboðsmanna kærenda við málið. Ekki verður talið að hér sé að öllu leyti um kostnað að ræða sem eðlilegt sé að til hafi verið stofnað vegna málsins, sbr. lagaskilyrði fyrir greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, og er þá m.a. litið til þess að málið varðar afmarkað sakarefni og getur ekki talist svo umfangsmikið að réttlæti slíkan kostnað. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til starfsreglna yfirskattanefndar 21. nóvember 2014 um ákvörðun málskostnaðar þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 500.000 kr.

En það er einmitt þessi reifun yfirskattanefndar, sem prófessorinn hefði átt að kynna sér áður en hann svaraði spurningu fréttamannsins.  Því í úrskurðinum kemur fram saga Wintris málsins og tilraunir Sigmundar og Sigurlaugar til að fá löggildingarstimpil skattayfirvalda á siðlausum gjörningi varðandi umsýslu peninga sem þau eiga og vilja ekki borga skatta af.

Í tilefni af athugasemdum í kæru um að nægjanlegt sé að ársreikningur sem gerður sé á grundvelli III. kafla laga nr. 145/1994, um bókhald, innihaldi rekstrarreikning og efnahagsreikning auk skýringa eftir því sem við eigi, er tekið fram í umsögninni að hér sé horft fram hjá skýrri kröfu ársreikningalaga um sjóðstreymi, skýrslu stjórnar, áritun endurskoðenda eða skoðunarmanna, nákvæma sundurliðun á breytingum á eigin fé o.fl. Ljóst sé að starfsemi félagsins fylgi ýmsar breytingar, t.d. á áföllnu markaðsvirði eigna og skulda sem færist eftir atvikum til tekna eða gjalda, auk áfallinna fjármagnstekna sem færast ættu með rekstraruppgjöri í gegnum eigið fé félagsins, án þess að mynda fjármuni til úttektar sem áhrif hefðu á eiginlega greiðslugetu félagsins vegna skuldar við kæranda. Því fái ekki staðist að ekki sé til sundurliðað eigið fé í félaginu við uppgjör þess. Jafnframt sé ljóst að þar sem breytingar á eigin fé X Ltd. hafi ekki verið sundurliðaðar liggi ekkert fyrir um hvort greiðslur til eigenda séu endurgreiðslur á lánsfé eða önnur úthlutun af fjármunum félagsins. Þá verði ekki ráðið að vilji hafi staðið til að viðhafa sérstakt ójafnræði á milli þeirra félaga sem gert hafi ársreikning samkvæmt reglum heimilisfestarríkis síns og þeirra sem ekki hafi gert slíkan ársreikning.

Mér virðist að úrskurður ríkisskattstjóra sé samkvæmt eðlilegri túlkun laga,  en sniðganga felst í að finna göt í lagasetningu sem með einbeittum brotavilja megi túlka á annan veg. Eftir lestur á úrskurðarorði yfirskattanefndar læðist að manni grunur um að hér hafi ekki verið farið að lögum sem gilda fyrir okkur skóflupakkið.

Í því sambandi þá bendi ég á að 2 af 3 dómurum í þessu máli voru skipaðir á meðan Sigmundur Davíð var enn forsætisráðherra. Sem hlýtur að teljast afar óheppilegt í ljósi hinna óskráðu reglna klíkusamfélagsins.


mbl.is Wintris-málið óklárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband