Mikil er ábyrgð þín Þorsteinn Már

Hvað skyldu mörg byggðalög, hvað skyldu margir sjómenn og hvað skyldu margar fjölskyldur eiga allt sitt undir duttlungum eins manns, Þorsteins Más Baldvinssonar?  Er ekki tími til kominn að rétta kúrsinn og þjóðnýta kvótann í þágu byggðalaga og íbúa sem byggja landið og gera búsetu hér mögulega. Samherji hefur hagnast óhoflega á ókeypis úthlutun aflaheimilda sem þeir hafa getað notað bæði til fénýtinga í formi leiguframsals en ekki síst sem skiptimynt í pólitísku valdatafli. Þetta er svartur blettur á íslensku sjómannasamfélagi.
mbl.is Heilli áhöfn togbáts sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jóhanna á að efna loforð sitt, frjálsar handfæraveiðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 5.10.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þekki ekki þetta dæmi en eitt get ég frætt ykkur um; að hér áður þá sátu sjómenn heima þegar ekki gafst eða kvóti var búinn og biðu næstu vertíðar - það er ekki fyrr en nú í seinni tíð að sjómenn eru farnir að skrá sig á bætur.

Jón Snæbjörnsson, 5.10.2010 kl. 10:48

3 identicon

Segjum frekar!  Hvers á þjóðin að gjalda vegna Hafró.  Í stað þess að horfa í fortíðina og nota reynsluna þar sem við og erlendar þjóðir veiddum í gegnum tíðina 350 - 550 þúsund tonn af þoski. Hver þorskkynslóð er um 6-7 ára tímabil. frá 1920 til 1980 var þetta magn veitt, að undanskylinni seinni heimstyrjöldinni. þetta eru um 10 þorsk kynslóðir þannig að stofninn þoldi þetta vel.  Bretarnir voru að veiða um og yfir 150 þúsund tonn af smáfiski eða um 55cm að lengd.  Við veiddum smáfisk líka en hentum því að vinslan vildi ekki svo smáann fisk. Við útfærsluna 1976 friðaði Hafró smáfiskinn þannig að með réttu hefðu þessi 150 þúsund tonn átt að vaxa upp og verða stór en æti vantaði þannig að fiskurinn horaðist og mikil afföll urðu á þeim. Berum svo saman söguna fyrir og eftir 1980 og breytum stefnunni.

Hallgrímur H Gísla (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Strákar, fyrsta skrefið er að þjóðnýta kvótann. Fyrr verður ekki hægt að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu og auka veiðarnar. Við þekkjum allir hvernig viðbrögðin hafa verið við öllum tilraunum til að opna kerfið. Þá er stjórnvöldum hótað með málssóknum og skaðabótakröfum. Allt vegna kvótahafar telja sig hafa öðlast eignarétt. Þjóðnýting mundi gjörbreyta réttarstöðu ríkisins.  Og Jón Snæbjörnsson, ég man þegar sjómenn voru frjálsir, ég man þegar maður var stoltur af að vera sjómaður. Það var fyrir daga aflamarkskerfisins.  Þá báru útgerðarmenn líka samfélagslega ábyrgð og sjómenn voru skráðir í sín skiprúm og voru á fullum launum miðað við tryggingu hvort sem róið var eða ekki. Kvótagreifar nútímans eru ekki alvöru útgerðarmenn og þeir axla enga ábyrgð. þeirra starf er bara að hámarka gróðann. Og þá skipta aðferðir engu máli

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 11:23

5 identicon

Jóhannes.  þú manst að þá daga gerðu útgerðarmenn upp eftir vetravertíð, í lok maí þannig að janúar og febrúar átu upp kaupið í mars,apríl og hálfann maí,  útgerðar menn höfðu því mannskapinn ódýrt.

Hallgrímur H Gísla (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:45

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hallgrímur, þetta er alveg rétt að sum skipsrúm voru einfaldlega lélegri en önnur. En svoleiðis útgerðir lifðu ekki lengi. Það vildi enginn vinna hjá þeim. Þetta tryggði eðlilega nýliðun. Núna getur hvaða skussi gert út og gert það gott því það er ekki hægt annað en afla vel. Og nú er enginn hvati að fiska vel, nú er bara kvati til að koma með verðmesta fiskinn í land. Flakafrystitogarar koma bara með verðmestu stykkin úr flakinu í land og þeir dyrfast að markaðssetja sig sem ábyrga og sjálfbæra! Ef neytendum væri sýnt fram á sóunina og brottkastið þá myndu markaðir tapast.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 12:08

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ef neytandinn sæi afleiðingarnar þarna niðri, þegar 2000. tonna togari trollar reglulega yfir miðin.

Aðalsteinn Agnarsson, 5.10.2010 kl. 14:12

8 identicon

Hvaða rugl er í þér Jóhannes með það að flakaskipin komi bara með hluta af flakinu í land.  Allt flakið er notað og afskurðurinn er hirtur.  Sum skipin hirða hausa og dálka líka,  smáfiskurinn er heilfrystur.  Það er mikið betur farið með aflann og meira hirt en þegar ég byrjaði á sjó fyrir kvótasetningu.

Hallgrímur H Gísla (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 18:04

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Tek þetta til mín, ég átti ekki að alhæfa. En ég þekki bara til minni skipanna. þar var þetta eins og ég lýsti. Málið er að það á að skylda menn til fullvinnslu og ekki veita vinnsluleyfi nema ráð sé fyrir gert að hvert einasta kvikindi sé hirt og nýtt. Ef skip er of lítið þá verður bara að breyta því í ísfisktogara aftur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband