48 lagabreytingar og 56 reglugerðir

Eins og allir sem lesa bloggið mitt ættu að vita þá er ég eindreginn andstæðingur fiskveiðistjórnunarkerfisins. Lög um stjórn fiskveiða eru slæm lög. Slæm vegna þess að þau framselja sitjandi ráðherra alltof mikið einsdæmi að setja reglugerðir um útfærslu laganna. Til gamans þá tók ég saman smá tölfræði um lögin , breytingar á þeim og setningu reglugerða í gegnum árin.

1.  FRÁ SETNINGU LAGANNA HEFUR ÞEIM VERIÐ BREYTT 48 SINNUM EÐA 2.4 SINNUM Á ÁRI
2.  FRÁ SETNINGU LAGANNA HAFA RÁÐHERRAR SETT 56 REGLUGERÐIR OG REGLUGERÐARBREYTINGAR

Lög um stjórn fiskveiða

2006 nr. 116 10. ágústUpphaflega l. 38/1990. Tóku gildi 18. maí 1990; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 23. gr. Breytt með l. 1/1992 (tóku gildi 27. jan. 1992 nema 13.–17. og 24. gr. sem tóku gildi 1. febr. 1992), l. 36/1992 (tóku gildi 10. júní 1992; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.), l. 113/1993 (tóku gildi 14. des. 1993), l. 87/1994 (tóku gildi 3. júní 1994 nema 7. gr. sem tók gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr.), l. 83/1995 (tóku gildi 21. júní 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.), l. 144/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.), l. 158/1995 (tóku gildi 11. jan. 1996), l. 7/1996 (tóku gildi 1. okt. 1996), l. 16/1996 (tóku gildi 15. apríl 1996), l. 57/1996 (tóku gildi 11. júní 1996), l. 105/1996 (tóku gildi 1. sept. 1996 nema 2. gr. sem tók gildi 27. júní 1996), l. 72/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 79/1997 (tóku gildi 6. júní 1997; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.), l. 133/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 144/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 12/1998 (tóku gildi 1. sept. 1998), l. 27/1998 (tóku gildi 29. apríl 1998, sjá þó ákvæði til bráðabirgða), l. 49/1998 (tóku gildi 18. júní 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 1/1999 (tóku gildi 15. jan. 1999), l. 9/1999 (tóku gildi 17. mars 1999), l. 34/2000 (tóku gildi 26. maí 2000), l. 93/2000 (tóku gildi 6. júní 2000), l. 14/2001 (tóku gildi 1. sept. 2001), l. 34/2001 (tóku gildi 16. maí 2001 nema II. og III. kafli sem tóku gildi 1. júní 2001), l. 129/2001 (tóku gildi 21. des. 2001), l. 3/2002 (tóku gildi 31. jan. 2002), l. 85/2002 (tóku gildi 23. maí 2002 nema 4. og 11. gr. sem tóku gildi 1. sept. 2002 og 12. gr. sem tók gildi 1. sept. 2004; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.), l. 130/2002 (tóku gildi 20. des. 2002), l. 75/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 147/2003 (tóku gildi 30. des. 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.), l. 149/2003 (tóku gildi 30. des. 2003), l. 74/2004 (tóku gildi 18. júní 2004; komu til framkvæmda 1. sept. 2004), l. 22/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 28/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 41/2006 (tóku gildi 15. júní 2006) og l. 42/2006 (tóku gildi 15. júní 2006).
Endurútgefin, sbr. 4. gr. l. 42/2006, sem l. 116/2006. Tóku gildi 17. ágúst 2006. Breytt með l. 163/2006 (tóku gildi 30. des. 2006), l. 21/2007 (tóku gildi 29. mars 2007), l. 63/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 151/2007 (tóku gildi 29. des. 2007), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 143/2008 (tóku gildi 20. des. 2008), l. 11/2009 (tóku gildi 14. mars 2009), l. 66/2009 (tóku gildi 25. júní 2009), l. 22/2010 (tóku gildi 31. mars 2010 nema c-liður 2. gr. um línuívilnun sem tók gildi 1. júní 2010, 3. gr. sem tók gildi 1. sept. 2010 og brbákv. I sem tók gildi 15. apríl 2010), l. 32/2010 (tóku gildi 1. maí 2010) og l. 74/2010 (tóku gildi 26. júní 2010).

3. gr. Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á

Leyfi til að veiða tiltekinn fjölda fiska af kvótabundnum fisktegundum á hvert handfæri eða sjóstöng dag hvern og reiknast sá afli ekki til aflamarks viðkomandi báts. Ráðherra setur frekari leiðbeiningar um þessi atriði í reglugerð

Ráðherra setur í reglugerð2) frekari skilyrði og reglur um frístundaveiðar
Rg. 549/2009, sbr. 578/2009 og 490/2010

Þeim heimildum sem ráðstafað er til strandveiða samkvæmt þessari grein skal skipt á fjögur landsvæði. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á mánuði og landsvæði

Þá skal ráðherra með reglugerð stöðva strandveiðar frá hverju landsvæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers mánaðar verði náð

Ráðherra er heimilt með reglugerð að banna strandveiðar á almennum frídögum

Í reglugerðum sem ráðherra setur skv. 3. og 4. mgr. skal kveðið á um hvaða botnfisktegundir komi til úthlutunar.

Ráðherra setur í reglugerð1) ákvæði um ráðstöfun aflaheimilda skv. 1. tölul. 1. mgr
Rg. 485/2004, sbr. 404/2006. Rg. 720/2005, sbr. 643/2006. Rg. 740/2008

Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um ráðstöfun aflaheimilda skv. 2. tölul. 1. mgr

Ráðherra setur í reglugerð almenn skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda skv. 2. tölul. 1. mgr. til fiskiskipa innan einstakra byggðarlaga

Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða að takmörkun á heimild skv. 2. málsl. skuli í ákveðnum fisktegundum miðast við hærri viðmiðun en 2% af heildaraflaverðmæti botnfiskaflamarks.

Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að fiskur undir tiltekinni stærð teljist aðeins að hluta með í aflamarki

Ráðherra getur í reglugerð ákveðið að skylt sé að vinna einstakar tegundir uppsjávarfisks til manneldis

Nemi heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda en að framan greinir, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildarverðmæti aflamarks allra tegunda, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða

Áður en Fiskistofa staðfestir flutning aflamarks skal stofnunin skrá upplýsingar um flutning aflamarksins samkvæmt tilkynningu þar að lútandi. Ráðherra skal með reglugerð ákveða í hvaða formi tilkynningar til Fiskistofu um flutning aflamarks skuli vera

Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd tilkynningarskyldu

16. gr. Ráðherra getur sett nánari reglur1) varðandi framkvæmd laga þessara.
   1)Rg. 481/1990 og 499/1990. Rg. 58/1996, sbr. 172/1997. Rg. 414/1994, sbr. 452/1994. Rg. 492/1993, sbr. 482/1994. Rg. 612/1994. Rg. 310/1995. Rg. 717/2000, sbr. 818/2009. Rg. 910/2001, sbr. 1073/2009 og 4/2010. Rg. 54/2003. Rg. 924/2005, sbr. 952/2005. Rg. 224/2006, sbr. 684/2006, 70/2007, 651/2007, 893/2007, 114/2008, 96/2009 og 548/2009. Rg. 573/2008, sbr. 383/2009. Rg. 692/2008, sbr. 71/2010. Rg. 1221/2008, sbr. 997/2009. Rg. 196/2009, sbr. 261/2009 og 412/2009. Rg. 1051/2009. Rg. 214/2010

Skal með reglugerð1) kveða nánar á um þær upplýsingar sem skrá skal í afladagbækur, form þeirra og skil til Fiskistofu
Rg. 557/2007, sbr. 78/2008, 918/2008, 445/2009, 1006/2009 og 205/2010

Ráðherra getur með reglugerð2) ákveðið að settur skuli, á kostnað útgerða, sjálfvirkur eftirlitsbúnaður til fjareftirlits um borð í fiskiskip
Rg. 770/2008.

Ákvæði til bráðabirgða.
I. Á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með [2014/2015]1) hefur ráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem fylgist með tilrauninni og birtir niðurstöður um gang hennar. Ráðherra setur frekari reglur2) um skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessu ákvæði.
   1)L. 11/2009, 1. gr. 2)Rg. 736/2009

Heimilt er ráðherra að setja nánari reglur1) um framkvæmd þessa ákvæðis, þar á meðal um flutning réttar milli fiskiskipa.
   1)Rg. 504/2006, sbr. 585/2006

 Er einhver ástæða til að púkka uppá þennan óskapnað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband