Þarf ekki að setja lögbann á Sölva?

Sölvi Tryggvason sem titlar sig sem fjölmiðlamann heldur áfram að miðla slúðri og dylgjum.  Nýjasta hneykslið sem hann blæs upp eru dylgjur frá ekki merkari manni en Geira subbukalli á Goldfinger um meint viðskipti við eiginmann alþingismanns!. Ég sé ekki betur en þessar dylgjur varði við hin nýju fjölmiðlalög því það er verið að dylgja um tiltölulega fámenna stétt manna sem ekki má við svona óhróðri.  Því hvernig eiga Alþingismenn að bregðast við til að hreinsa mannorð sitt?  Hugsaði Sölvi ekkert út í það? Og hvernig stendur á því að Pressan skuli draga nafn Sivjar Friðleifsdóttur inn í þennan sora?  Var einhver ástæða til að taka viðtal við Húnboga fyrrverandi eiginmann hennar?  Þessi tegund blaðamennsku, ef blaðamennsku skal kalla, er til háborinnar skammar. Og við verðum að senda skýr skilaboð um að þarna var farið yfir strikið. Dónakallar eiga ekkert erindi í opinber drottningarviðtöl við siðlausa fjölmiðlamenn eins og Sölva Tryggvason

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband