Mörður þarf að kveikja á heyrnatækjunum!

Mörður er þekktur fyrir að fara alltaf í manninn en ekki boltann.  Hann bregður ekki útaf vananum í nýjasta pistlinum.  Mörður þarf að hætta þessum skotgrafahernaði og prófa einu sinni að hlusta á sjálfan sig. En til að geta hlustað þurfa menn að geta heyrt.

Mörður segir:

Andskotar nýrrar stjórnarskrár

Erfiðleikarnir í þessu liggja ekki í leti, heimsku eða hroka nefndarmanna í stjórnlaga- og eftirlitsnefnd alþingis, einsog mætti lesa úr pennum þeirra Pawels og Salvarar, heldur er þránd í götu nýrra stjórnlaga einkum að finna í stjórnmálaflokknum sem mesta ábyrgð ber á hruninu, Sjálfstæðisflokknum svokallaða, og að hluta til líka í nýjum og gömlum fylgiflokki hans, hinum svokallaða Framsóknarflokki. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur frá upphafi lagst gegn stjórnarskrárvinnunni og reynt við hvert einasta skref að spilla fyrir verkunum, að gera ferlið tortryggilegt, að draga í efa hæfi og umboð stjórnlagaráðsmanna, og haldið fast við að stjórnlagavinnan eigi hvergi heima nema í launhelgum alþingis í traustri umsjá lögfræðinga sem Sjálfstæðisflokkurinn velur.

Ástæðurnar eru auðvitað að þeim sárnar missir valda sem þeir töldu sjálfgefin, og svo þau íhaldsfræði að bara hin arfhelga elíta hafi rétt til að skipa grundvallarmálum í samfélaginu – en hér er auðvitað hrápólitík líka – svosem hörð andstaða við ákvæðið góða um þjóðareign auðlinda, sem stjórnlagaráðið samþykkti að lokum einum rómi.

 Nú dettur mér ekki í hug að gera lítið úr ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á hruninu eða verja varðstöðu þessara flokka fyrir sérhagsmunum flokkseigendanna. En það vill bara svo til, að valdahlutföllin breyttust 2009 og nú er Mörður í meirihluta og það er hans flokkur, sem ber ábyrgð á óskiljanlegu klúðri Alþingis varðandi stjórnarskrárbreytingarnar en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.

Látum vera hvernig að skipan stjórnlagaráðs var staðið (það er óþarfi að dvelja lengur við það. Því verður ekki breytt úr þessu). En frumvarp var pantað og frumvarp var samið. Þar með lauk aðkomu frumvarps-smiðanna og við átti að taka hefðbundin meðferð á Alþingi. En meirihlutinn kaus aðra málsmeðferð. Málsmeðferð sem ekki er fordæmi fyrir. Um það snýst málið og í gegnum skín að  það er engin sátt innan stjórnarflokkanna um þetta frumvarp og þess vegna er það ekki rætt.  ÞAÐ ER EKKI  VEGNA ANDSTÖÐU HRUNFLOKKANNA ENDA RÁÐA ÞEIR ENGU UM ÞAÐ

Mörður þarf að fara í naflaskoðun og leggja spilin á borðið.  Að svara eftirfarandi spurningum heiðarlega  gæti hjálpað til við það ferli.

  • Af hverju var ekki farið í efnislega umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið strax á síðasta haustþingi?
  • Afhverju var brugðið útaf hefðbundnu ferli?
  • Af hverju þessi handarbakavinna eins og Sigurður Nordal bendir á?
Mörður veit svarið en kýs að fara í manninn. Því að þegar frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu geta stjórnarflokkarnir varpað af sér allri ábyrgð og kennt Stjórnlagaráði um. En eitt hafa þeir heiðursmennirnir Mörður og Þór Saari ekki hugsað útí og það er hvernig þessi tilraun og hvernig að henni var staðið kemur til með að skemma fyrir öllum frekari tilraunum til að koma hér á beinu lýðræði. Það verður alltaf bent á að þetta hafi nú verið reynt árið 2011 en þjóðin hafnað þeirri tilraun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband