Afdrifarík mistök

Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem standa að stjórnmálasamtökunum "Betri Framtíð" og "Dögun" hafi misreiknað heimsku kjósenda, þegar þeir völdu samtökum sínum nöfn.  Því kjósendur eru eins og kálfar.  Þeir hugsa ekki. Þeir bara bregðast við.  Við sem þekkjum til í sveitinni, vitum að hægt er að kalla á kálfana með því að glamra í fötunni. Þá vita kálfarnir að þeir fá að drekka.  Þeir bregðast ekki við öðrum hljóðum, tengja það ekki mjólkurgjöf. Á sama hátt verður að tengja heiti stjórnmálaflokka einhverjum eðlishvötum sem fær kjósendur til að bregðast við og koma hlaupandi. Eins og kálfa sem eiga von á mjólk.  Heiti eins og Björt Framtíð hringir engum bjöllum. Það kemur enginn kálfur hlaupandi þegar minnst er á Bjarta framtíð.  Sama er upp á teningnum varðandi stjórnmálafélagið Dögun.  Dögun hefur enga skírskotun til stjórnmálaframboðs.  Dögun minnir meira á verkalýðsfélag. Ég hugsa um Dagsbrún þegar ég heyri orðið Dögun og mér dettur helst í hug leikhópur þegar ég heiri orðið Björt framtíð.  Ef forráðamenn þessara framboða hafa einhvern skilning á hjarðeðli þá verða þeir að skipta um nöfn. Ef þeir gera það ekki missa framboðin marks og verða ekki það mótvægi sem nauðsynlegt er fyrir kjósendur að fylkja sér um.  Jafnvel sameining allra þessara nýju flokka undir nafni Breiðfylkingar hljómar eins og alvöru stjórnmálaafl.  Ég skora á alla sem ábyrgð bera, að taka þetta til endurskoðunar.  Annars mun ekkert breytast. Sömu kálfar munu lepja sömu undanrennuna úr sömu fötunum eins og nýjasta skoðanakönnunin gefur í skyn.  Er það virkilega það sem við viljum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og til að sanna kenninguna þá gleymdi ég Samstöðu!  Samastaða my ass! Hér er aldrei samstaða um neitt. Bara tímabundin hagsmunabandalög. Svo lyktar líka orðið samstaða af lýðskrumi.  Hét ekki verkalýðsfélag í Póllandi Solidarnosk? Og hvað er borgaralegur millistéttar-hagfræðingur að sækja vísan til öreigabyltingarinnar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband