SÁÁ í ruglinu

Alveg gengur fram af mér ruglið í Gunnari Smára þessa dagana.  Hann hefur greinilega tekið við keflinu af Þórarni Tyrfingssyni um að heilaþvo fjárveitingavald Alþingis til að tryggja áframhaldandi fjárveitingar til Sjúkrahússins á Vogi.  Ef alkóhólismi væri sjúkdómur þá væri hægt að meðhöndla hann.  En svo er ekki. Eina sem hægt er að gera er að hætta að drekka og þá hverfa eitrunaráhrifin. Eina skýringin á því hvernig sumir þola ekki áfengi og verða stjórnlausar fyllibyttur er sú að viðkomandi einstaklingar eru haldnir ofnæmi gagnvart alkóhóli.  Þessir einstaklingar eru ekki sjúklingar og eiga ekki að flokkast sem slíkir. Þessir einstaklingar eru ekki heldur fatlaðir og eiga ekki kröfu á framfærslustyrkjum í formi örorkubóta eins og nú er allt of algengt.  Við þurfum að hætta þessu dekri við alkóhólistana.  Þeir eiga að sjálfsögðu rétt á greiningu á sínum vanda en þegar hún er fengin eiga menn hver fyrir sig að taka ábyrgð á eiginn bata. Og batinn felst í því að forðast eiturvaldinn.  Þetta er ekkert flóknara.  Og menn sem vita betur eiga að hætta þessu rugli sem felst í sjúkdómsvæðingu hugtaksins, alkóhólismi.  Og að halda því fram að alkarnir eigi rétt á einhverjum fjármunum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna vegna þess að þeir hafi eytt svo miklu í brennivín sjálfir er rökleysa, Gunnar Smári.  Kostnaður samfélagsins beint vegna áfengisneyzlu er margfaldur á móti þeim smámunum sem ríkið fær í sinn hlut í formi áfengisgjalda. Þar má nefna kostnað vegna slysa, heilsutjóns, mistaka, minni atvinnuþáttöku, glæpa og sjálfsmorða.

SÁÁ eru engin líknarsamtök.  SÁÁ eru þrýstihópur til að sölsa undir sig fjármagn frá ríkinu. SÁÁ eru eins og Neytendsamtökin eða FÍB.  Gagnslaus fyrir fjöldann en fáeinir totta þar ríkisspenann og vilja því engar breytingar. SÁÁ eru í dag tæki formannsins til að þjóna eigin athyglisþörf. Gunnar Smári á að hætta í ruglinu.  Það er ekki nóg að hætta að drekka ef menn verða aldrei edrú.

http://www.saa.is/islenski-vefurinn/felagsstarf/pistlar/nr/132959/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir frábæran pistil Jóhannes Laxdal.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 11:34

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Anna :)  Við verðum að hætta að vera meðvirk

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband