Einbeittur kosningavilji

Björgvin Guðni tekur úrslitum prófkjörsins með stillingu og hótar framboði í 1. sæti eftir 4 ár.  Eða eins og segir í frétt á Vísi, „Já já ég fer bara af því að fullum krafti að vinna að næstu kosningum," segir hann.  Þetta kalla ég einbeittan kosningavilja.  Það hvarflar greinilega ekki að honum að draga sig í hlé frá pólitík eins og skilaboðin fela í sér.

Fáum hefur orðið eins rækilega á í messunni og Björgvini Guðna.  Maðurinn hefur lengi starfað í pólitík og fengið öll þau tækifæri til að sanna sig sem bjóðast og hann brást.  Hann einfaldlega hefur ekki það sem þarf.  Hann getur ekki skellt skuldinni á neinn nema sjálfan sig. Þess vegna á hann að hætta og hleypa nýju fólki að. Að hann taki annað sætið er einfaldlega rangt.  Hann bauð sig fram í fyrsta sætið og tapaði fyrir sómakonunni Oddnýju Harðardóttur. Ég er ekki viss um að Oddnýju hugnist að hafa hann að meðreiðarsveini í þeirri kosningabaráttu sem nú fer í hönd. En Sunnlendingar munu eiga lokaorðið.  Þeir geta strikað hann út í kosningunum í vor.


mbl.is „Þetta var varnarbarátta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður hefur Björgvin ekki meðtekið að hans vitjunartími er fyrir löngu upprunninn. Hann var ráðherra hrunsstórnarinnar og gerði akkúrat ekkert til að afstýra því þó svo hann hafði möguleika til þess. Hann var slíkur hugleysingi að hann treysti sér ekki að boða undirmann sinn Davíð Oddsson í viðtal til að fá upplýsingar um stöðu mála?

Er hægt að treysta svona hugleysingja?

Svona kallar ættu að sjá sóma sinn og láta sig hverfa fyrir löngu af sviði stjornmálanna!

Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2012 kl. 22:03

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir innlitið Guðjón Sigþór.  Mér finnst fyrst og fremst sorglegt hvernig Björgvin brást við hruninu og sinni ábyrgð. En það sannar líka hvern mann hann hefur að geyma.  Að hann skilji ekki hversu niðurlægjandi meðferð hann hlaut af hendi samráðherra Samfylkingarinnar og forystu flokksins,  sýnir best hversu gjörsamlega óhæfur maðurinn er til að starfa að almannahagsmunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband