Trúanleiki 365 miðla sem fréttaveitu er enginn

Það þurfti ekki afhjúpun Magnúsar Halldórssonar og yfirlýsingu Ólafs Stephenssonar til að staðfesta hlutdrægni þessara mafiosa-miðla. Þorbjörn Þórðarson og Freyr Einarsson voru löngu búnir að drulla upp á bak í óeðlilegum fréttaflutningi af dómsmálunum gegni þessum lygna og siðblinda eigendaleppi 365 miðla.  En ef forstjórinn ætlar að láta hér við sitja þá eru það stórtíðindi.  Átti ekki að verða siðvæðing hér í kjölfar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis?  Ætlar Blaðamannafélagið að þagga þetta niður?  Hvað með Fjölmiðlanefnd,  heyrir ekki eigendavald undir þeirra eftirlit.  Og ef ekki er um eigendavald að ræða þá eru hjón kannski ekkert tengd lengur....

Þetta truflar mig svo sem ekkert.  Ég er löngu hættur að fá Fréttablaðið í hendur og ekki hlusta ég á síbyljudagskrá 365 fyrir utan stjórnmálaskýringaþátt, Sigurjóns Egilssonar, Sprengisand, sem mér finnst bera af öðrum slíkum.Og Spegillinn á Rás 1 finnst mér mun áhugaverðari en stóriðjuáróðurinn á fréttastofunni hans Kristjáns Más.

Ef allir fylgdu sömu prinsippum og ég þá væru mörg fyrirtæki gjaldþrota á Íslandi , þar á meðal 365 miðlar.


mbl.is Staða Ólafs óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta var einmitt það sem Davíð Oddsson sá að mundi gerast þegar einn aðili á flesta fjölmiðla landsins.

Þetta var það sem fjjölmiðlafrumvarpið var um, hérna um árið.

Kveðja frá London Gatwick

Jóhann Kristinsson, 22.2.2013 kl. 23:28

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Rétt, það átti að taka á hverjir máttu eiga og reka fjölmiðla. Í þeim lögum átti að banna fyrirtækjum í óskyldum rekstri að eiga fjölmiðla. þannig að ef þau lög hefðu hlotið samþykki þá væri Davíð ekki ritstjóri á Morgunblaðinu í dag.  Og óvíst að Morgunblaðið væri yfirleitt til í dagblaðsformi.  Svona koma nú hlutirnir stundum hinum framsýnustu mönnum í opna skjöldu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og það væri bara gott mál er það ekki Jóhannes? Þá værir þú laus sorpritið Morgunblaðið.

En það gefur augaleið að það á enginn að eiga alla/flesta fjölmiðla landsins það sýnir þessi grein og vonandi gerir næstkomandi stjórn eitthvað í þessu og vonandi hefur Forseti vor lært sína lexíu um þau mistök sem hann gerði hér um árið.

Kveðja fra London Gatwick

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað var það galið að stórútgerðarauðvaldið gæti keypt þennan fyrrum virðulega miðil og breytt honum í ómerkilega áróðursmaskínu. En þangað til menn læra að nota internetið og markaðssetja fréttamiðil á netinu þá verður alltaf tap á prentmiðlum.  Og hver á að borga það tap? Ekki viljum við skylduáskrift að fleiri miðlum en RÚV, er það nokkuð?  Ef auglýsingar eiga að bera uppi fjölmiðla á netinu þá verður líka að passa upp á að  hagsmunir auglýsenda vegi ekki of mikið í rekstri þeirra. Þetta er ekkert einfalt og á alls ekki að vera miðstýrt.  Frelsi á að vera í fyrirrúmi á sem flestum sviðum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2013 kl. 00:44

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að fyrirtæki getur ekki verið rekið með hagnaði, þá er hreinlega enginn grundvöllur fyrir rekstrinum.

Ef einhver fjársterkur einstaklingur vill halda lífinu í hinu deyjandi fyrirtæki þá er það hans/hennar mál.

En það afsakar ekkert að einn aðili eigi að eiga flesta fjölmiðla landsins.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband