Allir vilja nú Lilju trúað hafa

Stærstu hagstjórnarmistök Steingríms J voru að taka ekki mark á Lilju Mósesdóttur og því sem hún lagði til að gert yrði varðandi snjóhengjuna og hrægammasjóðina sem keyptu kröfur á föllnu bankana.

Nú virðist loksins vera að kvikna skilningur á nauðsyn þess að gera upp þrotabú föllnu bankanna með tilliti til þess virðis sem kröfurnar voru keyptar á en ekki bókfærðu virði. Að það hafi þurft "skattasérfræðing" til að benda á raunverulega og löglega leið segir allt um hæfi þeirra hagfræðinga og lögfræðinga sem hingað til hafa verið kallaðir til ráðgjafar.

Næsta skref ríkisstjórnarinnar hlýtur nú að vera að ráða Lilju Mósesdóttur til ráðgjafar varðandi útfærslu á uppgjöri við kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna svo hægt verði að afnema hér gjaldeyrishöft sem fyrst. En mikilvægast er að þetta verði gert með aðkomu allra þingmanna eins og gert var þegar neyðarlögin voru sett.

Ef það verður gert þyrfti að gefa sumum þingmönnum tækifæri til að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn. Þar er ég að tala um ráðherra VG og SF í síðustu ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Skemmtileg tilviljun að Lilja skrifaði pistil og póstaði á Blogg gáttina á sömu mínútu og ég.

http://liljam.is/greinasafn/2014/leggjum-a-utgonguskatt-og-tryggjum-hagsmuni-thjodarinnar/

Hvet alla til að lesa hann

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2014 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband