Latir þingmenn

Verkstjórnin á Alþingi er í molum. Þar er fátt rætt af viti og þingmenn komast upp með slugs og vinnusvik. Sumir eru jafnvel í fullri vinnu við eitthvað allt annað en þingmennskuna eins og háskólanám, ritstörf eða rekstur bújarða. Þetta er látið viðgangast þrátt fyrir að mörgum sé ljóst að mjög margt þurfi að hugsa upp á nýtt og margt að bæta í þessu þjóðfélagi. Núna til dæmis er þörf heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar í brennidepli og margir orðnir þreyttir á úrræðaleysi alþingismanna í þessum málaflokkum.

Svo gerist það að einstaklingur úti í bæ tekur til sinna ráða og hrindir af stað undirskriftasöfnun um að ákveðnum hluta vergra þjóðartekna sé ráðstafað til heilbrigðismála. Og þá rumska einstaka latir þingmenn og finna þessu átaki allt til foráttu.  Þeir sjá bara ekki útfyrir kassann.  Þetta snýst nefnilega ekki um annað hvort eða. Þetta snýst ekki um að skera niður fæðingarorlof eða hækka skatta.  Þetta snýst um nýja þjóðfélagsgerð þar sem allir leggja sitt af mörkum með tilliti til getu.  Þetta snýst um að til þingmennsku veljist fólk sem er ekki hrætt við að hugsa útfyrir kassann.  Og hafi þá mannkosti til að bera að segja sérhagsmunagæslunni stríð á hendur.

Í þessu tilfelli hefur verið talað um að krafan um meira fé til heilbrigðiskerfisins þýði 50 milljarða aukningu. Kannski er það svo og þá verður bara svo að vera. En þessir peningar eru til og það ætti að vera tiltölulega auðvelt að innheimta þá. En það krefst ákveðinnar vinnu af alþingismönnum að leggjast nú yfir skatta og fyrirtækjalöggjöfina til að koma í veg fyrir skattaundanskot sem talin eru vera ígildi 80 milljarða.

Ég er viss um að reyndir lögmenn eins og Brynjar Níelsson veit hverju þarf að breyta í löggjöfinni en hann nennir því ekki.

Og það eru ekki bara skattsvikin sem þarf að uppræta.  Það þarf líka að koma í veg fyrir kennitöluflakkið og breyta gjaldþrotalögunum. Taka allan pakkann.

Gjafakvótakerfið er svo annað óréttlætið sem þarf að koma böndum á. Þar eigum við varlega áætlað 40 milljarða í óinnheimtu hráefnisgjaldi.

Þannig að það er ekki til setunnar boðið fyrir þingmenn sem hyggja á endurkjör. Hættið að vera fávitar og farið að vinna fyrir þjóðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband