Velferð á villigötum

Starfshópur um fæðingarorlofsgreiðslur hefur skilað tillögum til ráðherra.  Eins og við var að búast er farið fram á íþyngjandi breytingar bæði fyrir atvinnurekendur en ekki síst ríkissjóð. Ég vona að ráðherra standi gegn þessum kröfum.  Fyrst verið er að greiða fæðingarorlof þá eru núverandi reglur fullnægjandi.

En afhverju ekki að ræða í alvöru kosti og galla þess að taka upp borgaralaun?  Þá væri hægt að leggja niður alla fjárhagsstyrki og bætur og tryggja öllum jafna framfærslu án tillits til þjóðfélagsstöðu.  Bótakerfið og félagsþjónustan eru fyrirbæri sem ekki ættu að þekkjast og meira að segja mætti létta mjög ásókn ungmenna í lánshæft nám með því að taka upp borgaralaun. 

Og hvenær skyldu fulltrúar ASÍ hætta þessari prósentudýrkun?  Föst krónutala er eina rétta aðferðin við hækkanir á launum og öðrum greiðslum til almennings.  Afhverju ætti milljónkallinn að fá 800 hundruð þúsund frá ríkinu í fæðingarorlof en fimm hundruð þúsund kallinn aðeins helminginn af þeirri upphæð?  Hvað með jöfnuð og jafnan rétt?

Þurfa menn alltaf að standa í þessu eiginhagsmunapoti? Afhverju eru andverðleikarnir alltaf handvaldir í allar nefndir, ráð og hópa þegar annað betra hlýtur að vera í boði?

Spyr sá sem ekkert skilur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband