Silfrið

maxresdefaultTil þess að pólitískir umræðuþættir virki í sjónvarpi þarf tvennt að koma til. Rétt blanda af viðmælendum og fumlaus tök stjórnandans á umræðuefnum og þáttakendum. Það er augljóslega mjög létt að missa tökin á hvoru tveggja, en Fanney Birna hefur staðið sig með prýði og stýrt umræðunni af þeirri lagni sem til þarf til að flæðið haldist og allir þáttakendur fái sinn tíma.Valið á viðmælendum dagsins gekk fullkomlega upp. Þarna var fulltrúi fólksins sem talaði frá hjartanu. Síðan var fulltrúi vísinda og fræða. Í þriðja lagi var mætt fulltrúi þrýstihópa og að sjálfsögðu fengum við líka að heyra sjónarmið hagsmunagæsluaflanna.  Úr varð hinn skemmtilegasti kokteill.  Að öðrum ólöstuðum var þó maður dagsins, sá sem talaði frá hjartanu, Mikael Torfason.  Sá drengur á framtíð fyrir sér í stjórnmálum ef hann kærir sig um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband