Hrædda kynslóðin

Hrædda kynslóðin er ennþá hrædd vegna þess að hér var og er enn stunduð kerfisbundin hræðslupólitík. Hræðslupólitík um að allt fari hér til fjandans ef andstæðir flokkar komast til valda. Við þekkjum öll þessi slagorð sem notuð eru, Stöðugleiki vs.sundurlyndi, Skattpíning vs. kaupmáttaraukningu og núna síðast, spilling vs. gagnsæi. Hrædda kynslóðin ólst líka upp við takmarkað fjölmiðlafrelsi. Hér var rekin hatrömm flokkspólitík og í skjóli allskonar takmarkana og valdníðslu var alþýðan miskunnarlaust lamin til hlýðni við valdastéttirnar. Æ síðan skilur hrædda kynslóðin ekki hugtök eins og beint lýðræði eða lárétt lýðræði.  Hrædda kynslóðin vill áfram píramídalagaðan valdastrúktúr þar sem einn foringi mótar stefnuna og allir hinir fylgja hlýðnir með.

Hrædda kynslóðin skilur ekki nýju pólitíkina.  Skilur ekki láréttan valdastrúktúr Pírata, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar. Hrædda kynslóðin situr uppi með Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð. Hrædda kynslóðin vaknar snemma á hverjum kjördegi, fer í sparifötin og kýs áfram sinn kvalara. Þess vegna breytist allt svo hægt. Hrædda kynslóðin er svo hrædd að hún mætir alltaf og kýs.  Við þurfum að taka upp rafrænar kosningar til að breyta þessu ójafnvægi.  Það gerist aðeins með breytingum á stjórnarskránni. Ný stjórnarskrá mun bæta geðheilsu landsmanna og draga úr hræðslu og kvíða eldri kynslóðanna og auka ábyrgðarkennd yngri kynslóðanna.  Ný stjórnarskrá er þjóðarnauðsyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband