Framsókn

sigurc3b0urkingiÍ andstreyminu eltist við
og athyglina fangar
láta knéi fylgja kvið
kappann Sigurð langar

Nú lífeyrinn vill lána þér
og lætur mása móðinn
ekki lengur eignar sér
í-búðar-lána-sjóðinn

Þótt út úr þeirri örgu neyð
sem áður hafði Framsókn hannað
vel sé hægt að velja leið
er vandinn bara fluttur annað.


mbl.is Vill fund vegna svissneskrar leiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna ætti ég ekki að eiga val um það hvort ég fjárfesti lífeyri minn í áhættufjárfestingum sjóðsstjóranna eða mínu eigin húsnæði á fyrsta veðrétti? Er það síðarnefnda eitthvað lakari fjárfestingarkostur en það fyrrnefnda?

Ég vil ekki vera þræll einkvavæddrar skattheimtu lífeyrissjóða heldur hafa eitthvað um málið að segja.

Finnst þér það ósanngjarnt Jóhannnes Laxdal Björgvinsson?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2017 kl. 19:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er alveg sammála þér Guðmundur. Lestu eitthvað annað út úr vísunni?  Svo er ég Baldvinsson en ekki Björgvinsson. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2017 kl. 21:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég biðst innilega afsökunar á því að að hafa farið rangt með með föðurnafnið þitt í fyrri athugasemd. Það voru einfaldlega mistök af minni hálfu og leiðréttast þau vonandi hér með.

Eigðu góðar stundir Jóhannes Laxdal Baldvinsson.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband