Sækópati ber vitni

segir samskiptin vera eðlileg

læk á það

næsta frétt...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

The Psychopathy Checlklist

    • Tungulip­urð og yf­ir­borðskennd­ir per­sónutöfr­ar. Siðblind­ir ein­stak­ling­ar eru oft vel máli farn­ir. Það get­ur verið mjög gam­an að spjalla við þá. Þeir koma jafn­framt vel fyr­ir og geta verið mjög viðkunn­an­leg­ir og sjarmer­andi.

    • Sjálf­hverfa og stór­ar hug­mynd­ir um eigið ágæti. Þeir sem eru siðblind­ir hafa oft­ast mjög háar hug­mynd­ir um sjálfa sig. Þeir eru vana­lega einnig mjög sjálf­hverf­ir og telja að önn­ur lög­mál gildi um þá en aðra.

    • Skort­ur á sam­visku eða sekt­ar­kennd. Siðblind­um virðist oft standa á sama um það hvaða áhrif þeir hafa á aðra, sama hversu al­var­leg þau eru. Skort­ur á iðrun eða sekt­ar­kennd ger­ir það að verk­um að siðblind­ir ein­stak­ling­ar eiga auðvelt með að rétt­læta eig­in hegðun, að firra sig ábyrgð eða láta sem ekk­ert hafi gerst.

    • Skort­ur á sam­kennd. Al­gengt er að siðblind­ir ein­stak­ling­ar eigi erfitt með að sýna öðrum sam­kennd eða setja sig í spor annarra. Á þetta sér­st­stak­lega við á til­finn­inga­sviðinu. Van­líðan annarra virðist t.d. ekki hreyfa við þeim.

    • Lyg­ar og blekk­ing­ar. Siðblind­ir ein­stak­ling­ar beita lyg­um og blekk­ing­um og ótt­ast ekki að upp um þá kom­ist. Ef það ger­ist, þá virðist það ekki trufla þá. Þeir breyta bara sög­um sín­um eða hagræða sann­leik­an­um, þannig að aðrir sann­fær­ist.

    • Fá­brotið til­finn­inga­líf. Svo virðist sem til­finn­inga­líf siðblindra sé fá­brotið. Virðast þeir oft vera kald­ir og til­finn­inga­laus­ir. Ef þeir sýna til­finn­ing­ar, þá eru þær mjög yf­ir­borðskennd­ar og skamm­vinn­ar.

    Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:29

    2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

    Hvað get­ur þú gert?

    Ef þú þekk­ir ein­hvern sem sýn­ir ein­kenni siðblindu, þá er lík­legt að hegðun hans hafi áhrif á þig. Hins veg­ar eru ýmis ráð til að minnka þessi áhrif.

      • Fáðu upp­lýs­ing­ar og ráðgjöf frá sér­fræðing­um. Gakktu úr skugga um að sá sem þú tal­ar við þekki vel „siðblindu­fræðin“ og hafi reynslu af siðblind­um ein­stak­ling­um.

      • Ekki kenna sjálri/​sjálf­um þér um. Hver sem ástæðan er fyr­ir því að þú um­gengst siðblinda mann­eskju, þá skaltu muna að ert ekki ábyrg/​ur fyr­ir viðhorf­um hans og hegðun.

      • Hafðu hug­fast að þú ert þoland­inn í aðstæðunum, ekki sá siðblindi. Siðblind­ir ein­stak­ling­ar fara oft í hlut­verk fórn­ar­lambs­ins. Þeim líður illa og það er þoland­an­um að kenna hvernig þeim líður.

      • Hafðu líka hug­fast að þú ert ekki ein/​n. Vana­lega líða marg­ir fyr­ir hegðun þess siðblinda.

      • Ekki lenda í valda­bar­áttu við þann siðblinda. Sá siðblindi hef­ur lík­leg­ast mikla þörf fyr­ir að stjórna öðrum, bæði and­lega og lík­am­lega. Auðvitað skipt­ir máli að þú stand­ir með sjálf­um/​sjálfri þér, en með því að verja þig gæt­ir þú orðið fyr­ir skaða.

      • Settu ein­stak­lingn­um skýr mörk. Settu viðkom­andi regl­ur, bæði gagn­vart sjálf­um þér/​sjálfri þér og hon­um.

      • Ekki reikna með að viðkom­andi breyt­ist. Siðblinda er hluti af per­sónu­leika ein­stak­lings og því ólík­legt að hún hverfi. Sama hvað þú ger­ir, þá er ólík­legt að hans viðhorf til sjálfs sín eða annarra breyt­ist.

      Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:29

      3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

      vek sérstaka athygli á þessu:

        • Ekki lenda í valda­bar­áttu við þann siðblinda. Sá siðblindi hef­ur lík­leg­ast mikla þörf fyr­ir að stjórna öðrum, bæði and­lega og lík­am­lega. Auðvitað skipt­ir máli að þú stand­ir með sjálf­um - sjálfri þér, en með því að verja þig gæt­ir þú orðið fyr­ir skaða.

        Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:33

        4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

        #Höfum hátt,  Það virkar líka

        Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:36

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband