Löggu-Björn þekkir nepotisma af eigin raun

"Hann (Aðalsteinn Kjartansson) er bróðir ritstjóra Stundarinnar [Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur], fyrrverandi varaformaður ungra jafnaðarmanna Samfylkingarinnar og fyrrverandi starfsmaður Reykjavík Media og nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Kr sem því stýrir. Hann tengir saman Stundina, Reykjavík Media og Rúv og kemur úr forystuteymi Samfylkingarinnar.“

166px-BjornbjarnasonSjálfur er Björn sonur Bjarna Benediktssonar, fyrrum formanns FLokksins og ráðherra til margra ára, Bjarni faðir Björns var sonur Benedikts Sveinssonar yngri. Föðursystkini Björns Bjarnasonar eru Sveinn, Pétur, Bjarni, Kristjana, Ragnhildur, Guðrún og Ólöf.  Útaf þessum ættboga eru í dag þekktir einstaklingar í þjóðfélaginu á sviði viðskipta, stjórnmála, vísinda og lista. Eigum við að tortryggja störf Guðrúnar Pétursdóttur af því hún er af Engeyjarætt? Eða eigum við að tortryggja viðskipti Heiðars Más Guðjónssonar af því hann er tengdasonur Björns Bjarnasonar?  Nei auðvitað ekki. Það dettur engum í hug, að tengja vensl við hagsmuni nema þeim, sem stunda nepotisma sjálfir.

En Björn vílar ekki fyrir sér, í málefnafátækt sinni, að gera ættartengsl ritstjóra Stundarinnar tortryggileg.

Er það ekki hámark hræsninnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband