Formaður SA snuprar Halldór Benjamín.

Allar fréttir í dag snérust um afboðun verkfallanna og tilraunir fjölmiðlamanna til að fá svör við stóru spurningunni sem er;  Hvað breyttist?  Fátt var um svör sem von er, af því þeir spurðu ekki réttu spurninganna.  Samt var það í fréttum í fyrrakvöld,í kvöldfréttatíma RUV, að formaður SA, Eyjólfur Rafnsson sá ástæðu til að lýsa yfir óánægju með framgang Halldórs Benjamíns og fannst lítið hafa gengið í kjaraviðræðunum. Þetta varð til þess að samninganefnd SA lofaði að fara að vinna eins og fólk og koma með tilboð.  En enginn fréttamaður hafði rænu á að bera þessi orð undir framkvæmdastjórann verklitla...

Eftir þessar ávítur frá formanni SA, er ljóst að Halldór Benjamín þarf að fara að leita sér að nýju starfi.  Og ljóst að þessi vettvangur hentar ekki kjánum sem ekkert hafa nema einhver prófskírteini. Jafnvel þó hann hafi verið í hópi 10 efnilegustu ungu viðskiptaforkólfanna samkvæmt áliti einhvers viðskiptablaðamannsins. En við þessu mátti búast.  Þeir sem hlaupa frá eigin skuldum eru ekki líklegir til að ná árangri í samningum yfirhöfuð.  Hvað þá mikilvægustu kjarasamningum í 30 ár!

 


mbl.is „Verkfallsvopnið er mjög beitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband